Skemmtilegra að komast áfram svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2009 12:30 Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. Mynd/Daníel Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM í dag þegar liðið varð efst í sínum milliriðli sem fram fór í Póllandi. Íslenska liðið náði þá 2-2 jafntefli við heimastúlkur og stigið nægði til að vera ofar en Svíþjóð á markatölu. „Það var mikil gleði hjá stelpunum í leikslok. Þetta var stór áfangi hjá stelpunum og það var komið að því að við myndum vinna okkur sæti í úrslitakeppninni," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. „Við lendum 2-0 undir í þessum leik en stelpurnar sýndu frábæran karakter og jöfnuðu þetta og við hefðum getað klárað leikinn því við fengum færin til þess. Það er skemmtilegra að komast áfram svona þegar það er meiri spenna og meiri ánægja í lokin," sagði Ólafur. „Það var klárt að þetta var geysilega erfiður riðill. Pólland vann sér sæti í úrslitakeppninni á Íslandi á sínum tíma, Svíar spiluðu í undanúrslitum í seinustu keppni og Danir hafa verið reglulega inn í úrslitkeppninni. Við vissum að þetta væru mjög sterkir andstæðingar," segir Ólafur en sigurinn á Dönum í fyrsta leik færði liðinu trúna á að fara alla leið. „Við vorum skipulagðar og byrjuðum vel í fyrsta leik. Stelpurnar sáu þar að þetta var hægt. Það gaf okur aukið sjálfstraust að klára Danina. Það var ágætt að leikmenn átti sig á því að þær standa ekkert öðrum þjóðum langt að baki," sagði Ólafur. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt ungalandslið hjá konum tryggir sér sæti í lokakeppni í undankeppni en Ísland hefur verið með í lokakeppni áður sem gestgjafi. „Stelpurnar voru að brjóta blað í sögunni með þessu því Ísland hefur aldrei unnið sér sæti áður í lokakeppni. Við höfum tvisvar verið afskaplega nálægt því að komast áfram en þá duttum við út á markatölu. Nú kláruðu þær þetta alla leið og það er gaman að prófa það líka. Nokkrar þarna spiluðu í úrslitakeppninni á Íslandi og þær vita því eftir hverju var að sækjast," sagði Ólafur. Einhver lið hefði gefist upp við það að fá á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla en íslensku stelpurnar snéru vörn í sókn og sóttu án afláts síðustu 25 mínútur leiksins. „Það var mikið áfall að fá þessi tvö mörk á okkur. Þetta voru tvö föst leikatriði sem við vissum að þær væru sterkar í. Í seinna markinu sló Pólverjinn boltann í markið en skoraði ekki með skalla. Það var ennþá súrara," sagði Ólafur og bætti við „Það er bara karakter í þessu liði. Þær lentu tvisvar undir á móti Dönum en unnu leikinn. Þær komu síðan aftur til baka núna. Þessar stelpur eiga mikið hrós skilið," sagði Ólafur að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM í dag þegar liðið varð efst í sínum milliriðli sem fram fór í Póllandi. Íslenska liðið náði þá 2-2 jafntefli við heimastúlkur og stigið nægði til að vera ofar en Svíþjóð á markatölu. „Það var mikil gleði hjá stelpunum í leikslok. Þetta var stór áfangi hjá stelpunum og það var komið að því að við myndum vinna okkur sæti í úrslitakeppninni," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. „Við lendum 2-0 undir í þessum leik en stelpurnar sýndu frábæran karakter og jöfnuðu þetta og við hefðum getað klárað leikinn því við fengum færin til þess. Það er skemmtilegra að komast áfram svona þegar það er meiri spenna og meiri ánægja í lokin," sagði Ólafur. „Það var klárt að þetta var geysilega erfiður riðill. Pólland vann sér sæti í úrslitakeppninni á Íslandi á sínum tíma, Svíar spiluðu í undanúrslitum í seinustu keppni og Danir hafa verið reglulega inn í úrslitkeppninni. Við vissum að þetta væru mjög sterkir andstæðingar," segir Ólafur en sigurinn á Dönum í fyrsta leik færði liðinu trúna á að fara alla leið. „Við vorum skipulagðar og byrjuðum vel í fyrsta leik. Stelpurnar sáu þar að þetta var hægt. Það gaf okur aukið sjálfstraust að klára Danina. Það var ágætt að leikmenn átti sig á því að þær standa ekkert öðrum þjóðum langt að baki," sagði Ólafur. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt ungalandslið hjá konum tryggir sér sæti í lokakeppni í undankeppni en Ísland hefur verið með í lokakeppni áður sem gestgjafi. „Stelpurnar voru að brjóta blað í sögunni með þessu því Ísland hefur aldrei unnið sér sæti áður í lokakeppni. Við höfum tvisvar verið afskaplega nálægt því að komast áfram en þá duttum við út á markatölu. Nú kláruðu þær þetta alla leið og það er gaman að prófa það líka. Nokkrar þarna spiluðu í úrslitakeppninni á Íslandi og þær vita því eftir hverju var að sækjast," sagði Ólafur. Einhver lið hefði gefist upp við það að fá á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla en íslensku stelpurnar snéru vörn í sókn og sóttu án afláts síðustu 25 mínútur leiksins. „Það var mikið áfall að fá þessi tvö mörk á okkur. Þetta voru tvö föst leikatriði sem við vissum að þær væru sterkar í. Í seinna markinu sló Pólverjinn boltann í markið en skoraði ekki með skalla. Það var ennþá súrara," sagði Ólafur og bætti við „Það er bara karakter í þessu liði. Þær lentu tvisvar undir á móti Dönum en unnu leikinn. Þær komu síðan aftur til baka núna. Þessar stelpur eiga mikið hrós skilið," sagði Ólafur að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira