Ólíkar leiðir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 31. desember 2009 06:00 Undarlegt er hversu margir virðast ekki skilja mikilvægi þess að eyða minna en þeir afla. Fyrir hrun átti þetta t.d. við um alla helstu banka og fjárfestingafélög landsins en þeir sem að þeim stóðu höfðu lítinn áhuga á að halda kostnaði innan skynsamlegra marka. Þeir trúðu að hægt væri að auka tekjur endalaust og því skipti kostnaðurinn ekki máli. Þetta reyndist rangt og því fór sem fór. Ríkisstjórn Íslands hefur að nokkru leyti tileinkað sér þetta viðhorf. Allt þetta ár hefur legið fyrir að mikill halli verður á rekstri ríkissjóðs. Líkt og bankarnir fyrir hrun treystir ríkisstjórnin á að tekjur vaxi en lætur útgjaldahliðina afskiptalitla. Þegar haft er í huga að tekjur ríkisins fást með sköttum frá einstaklingum og fyrirtækjum, og að geta þeirra til að greiða hærri skatta hefur snarminnkað, er nánast útilokað að slík lausn gangi upp. Reykjavíkurborg horfir fram á sams konar verkefni. Tekjur borgarinnar fást með sköttum á laun og fasteignir Reykvíkinga. Báðir þessir liðir dragast nú saman og því munu tekjur borgarinnar minnka á næstu misserum. Leið ríkisstjórnarinnar, heimfærð á borgina, fælist í því að hækka útsvar og fasteignaskatta. Vinstri græn í borgarstjórn hafa nú þegar lagt þetta til. Þetta finnst okkur, sem stjórnum borginni, ófær leið á sama hátt og hún reyndist ófær hinum föllnu bönkum og mun reynast ófær í ríkisrekstrinum. Að þessu sögðu verður borgin að reyna allt hvað hún getur til að minnka útgjöld. Þetta höfum við sjálfstæðismenn gert á kjörtímabilinu samhliða því að forgangsraða verkefnum. Við höfum einsett okkur að verja þjónustu sem snýr að velferðarmálum og börnum í borginni og horfum þá m.a. til reynslu Finna sem sýnir að langtímaáhrif kreppu felast oft í því hvernig börnum reiðir af löngu eftir að samdráttarskeiði lýkur. Velferðar- og skólamál taka til sín 60 prósent af tekjum borgarinnar og því er ljóst að þetta er verkefni sem krefst útsjónarsemi og áræðni. Krafa borgarbúa hlýtur þó að vera sú að þetta takist án skattahækkana. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Sjá meira
Undarlegt er hversu margir virðast ekki skilja mikilvægi þess að eyða minna en þeir afla. Fyrir hrun átti þetta t.d. við um alla helstu banka og fjárfestingafélög landsins en þeir sem að þeim stóðu höfðu lítinn áhuga á að halda kostnaði innan skynsamlegra marka. Þeir trúðu að hægt væri að auka tekjur endalaust og því skipti kostnaðurinn ekki máli. Þetta reyndist rangt og því fór sem fór. Ríkisstjórn Íslands hefur að nokkru leyti tileinkað sér þetta viðhorf. Allt þetta ár hefur legið fyrir að mikill halli verður á rekstri ríkissjóðs. Líkt og bankarnir fyrir hrun treystir ríkisstjórnin á að tekjur vaxi en lætur útgjaldahliðina afskiptalitla. Þegar haft er í huga að tekjur ríkisins fást með sköttum frá einstaklingum og fyrirtækjum, og að geta þeirra til að greiða hærri skatta hefur snarminnkað, er nánast útilokað að slík lausn gangi upp. Reykjavíkurborg horfir fram á sams konar verkefni. Tekjur borgarinnar fást með sköttum á laun og fasteignir Reykvíkinga. Báðir þessir liðir dragast nú saman og því munu tekjur borgarinnar minnka á næstu misserum. Leið ríkisstjórnarinnar, heimfærð á borgina, fælist í því að hækka útsvar og fasteignaskatta. Vinstri græn í borgarstjórn hafa nú þegar lagt þetta til. Þetta finnst okkur, sem stjórnum borginni, ófær leið á sama hátt og hún reyndist ófær hinum föllnu bönkum og mun reynast ófær í ríkisrekstrinum. Að þessu sögðu verður borgin að reyna allt hvað hún getur til að minnka útgjöld. Þetta höfum við sjálfstæðismenn gert á kjörtímabilinu samhliða því að forgangsraða verkefnum. Við höfum einsett okkur að verja þjónustu sem snýr að velferðarmálum og börnum í borginni og horfum þá m.a. til reynslu Finna sem sýnir að langtímaáhrif kreppu felast oft í því hvernig börnum reiðir af löngu eftir að samdráttarskeiði lýkur. Velferðar- og skólamál taka til sín 60 prósent af tekjum borgarinnar og því er ljóst að þetta er verkefni sem krefst útsjónarsemi og áræðni. Krafa borgarbúa hlýtur þó að vera sú að þetta takist án skattahækkana. Höfundur er borgarfulltrúi.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun