Efast um að ég sé velkominn hjá þjálfaranum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2009 06:00 Kári Árnason. Knattspyrnumaðurinn Kári Árnason segist vilja losna frá danska úrvalsdeildarfélaginu AGF. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Hann var í láni á síðari hluta síðasta tímabils hjá Esbjerg sem leikur í sömu deild en gat lítið beitt sér þar vegna meiðsla. Það er því útlit fyrir að hann snúi aftur til AGF þegar sumarleyfinu lýkur. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við AGF og fer því aftur þangað í sumar, sem ætti að vera nokkuð sérstakt," sagði Kári. „Það er ástæða fyrir því að ég fór á sínum tíma. Ég og þjálfarinn deilum ekki sömu sýn á fótbolta og fór ég til Esbjerg í þeirri von að ég fengi að spila og yrði svo seldur í kjölfarið. En þá meiddist ég og þurfti að fara í tvær aðgerðir. Ég gat því lítið spilað. Ég er þó allur að koma til og er hættur að finna fyrir meiðslunum." Hann segir að hann hafi ekki skilið við þjálfara sinn hjá AGF á góðum nótum. „Það voru ákveðnir hlutir sagðir og ég veit ekki hvort við getum átt samleið aftur. Ég ber engar slæmar tilfinningar í hans garð en ég efast um að ég sé velkominn aftur hjá honum. Við erum ekki bestu vinir." Það var núverandi þjálfari Esbjerg sem keypti Kára til AGF frá Djurgården í Svíþjóð á sínum tíma. Hann efast þó um að Esbjerg geti keypt sig nú. „Það kom til greina en ég held að fjárhagsstaða félagsins sé ekki það góð að það sé mögulegt. Ég efast um að það sé í spilunum lengur." Kári er þó ekki að stressa sig um of á öllu saman. „Ég er með umboðsmenn sem eru að vinna í því að finna félög sem hefðu hugsanlega áhuga og ég er opinn fyrir öllu. Ég hefði auðvitað mestan áhuga á því að komast að í bestu deildunum en það er oft spurning um heppni. Ég væri líka til í að prófa að fara til annars lands þó svo að Danmerkurdvölin hafi verið mjög góð. Það tekur auðvitað sinn tíma að aðlagast nýju landi en fyrir utan meiðslin hefur mér gengið mjög vel." Ef Kára bjóðast engir aðrir möguleikar verður hann væntanlega áfram í herbúðum AGF. „Ég er á fínum launum í eitt ár til viðbótar en auðvitað vil ég helst fá að spila." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Kári Árnason segist vilja losna frá danska úrvalsdeildarfélaginu AGF. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Hann var í láni á síðari hluta síðasta tímabils hjá Esbjerg sem leikur í sömu deild en gat lítið beitt sér þar vegna meiðsla. Það er því útlit fyrir að hann snúi aftur til AGF þegar sumarleyfinu lýkur. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við AGF og fer því aftur þangað í sumar, sem ætti að vera nokkuð sérstakt," sagði Kári. „Það er ástæða fyrir því að ég fór á sínum tíma. Ég og þjálfarinn deilum ekki sömu sýn á fótbolta og fór ég til Esbjerg í þeirri von að ég fengi að spila og yrði svo seldur í kjölfarið. En þá meiddist ég og þurfti að fara í tvær aðgerðir. Ég gat því lítið spilað. Ég er þó allur að koma til og er hættur að finna fyrir meiðslunum." Hann segir að hann hafi ekki skilið við þjálfara sinn hjá AGF á góðum nótum. „Það voru ákveðnir hlutir sagðir og ég veit ekki hvort við getum átt samleið aftur. Ég ber engar slæmar tilfinningar í hans garð en ég efast um að ég sé velkominn aftur hjá honum. Við erum ekki bestu vinir." Það var núverandi þjálfari Esbjerg sem keypti Kára til AGF frá Djurgården í Svíþjóð á sínum tíma. Hann efast þó um að Esbjerg geti keypt sig nú. „Það kom til greina en ég held að fjárhagsstaða félagsins sé ekki það góð að það sé mögulegt. Ég efast um að það sé í spilunum lengur." Kári er þó ekki að stressa sig um of á öllu saman. „Ég er með umboðsmenn sem eru að vinna í því að finna félög sem hefðu hugsanlega áhuga og ég er opinn fyrir öllu. Ég hefði auðvitað mestan áhuga á því að komast að í bestu deildunum en það er oft spurning um heppni. Ég væri líka til í að prófa að fara til annars lands þó svo að Danmerkurdvölin hafi verið mjög góð. Það tekur auðvitað sinn tíma að aðlagast nýju landi en fyrir utan meiðslin hefur mér gengið mjög vel." Ef Kára bjóðast engir aðrir möguleikar verður hann væntanlega áfram í herbúðum AGF. „Ég er á fínum launum í eitt ár til viðbótar en auðvitað vil ég helst fá að spila."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira