Aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins hefur staðfest að hún ætli að skoða nánar ummæli sem Jose Mourinho þjálfari Inter lét falla um mótherja sína í ítölsku A-deildinni á dögunum.
Mourinho lét í það skína að Roma, Milan og Juventus fengju hjálp frá dómurum og í Il Corriere Dello Sport kemur fram að aganefndin ætli að fjalla sérstaklega um málið því ummæli á borð við þessi séu illa séð og komi óorði á deildina.