Það er varla hægt að segja að Íslandsmeistarar FH hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildarinnar í morgun.
FH dróst gegn Aktobe frá Kasakstan. FH stekkur beint í aðra umferð forkeppninnar en fjórar umferðir eru í forkeppninni.
FH-inga bíður því langt, strangt og dýrt ferðalag og eflaust nokkuð erfiður leikur.
Þetta lið er þó engin óyfirstíganleg hindrun en liðið hefur tapað í fyrstu umferð forkeppninnar í þau tvö skipti sem það hefur tekið þátt.
Fyrri leikurinn fer fram 14. eða 15. júli og sá síðari viku síðar.