Handbolti

Ljóst hvenær Ísland spilar í Austurríki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán

Búið er að gefa út leikjadagskrá Evrópumeistaramótsins í handknattleik sem hefst í Austurríki þann 19. janúar næstkomandi.

Ísland leikur í C-riðli með heimamönnum, Danmörku og Serbíu. Alls eru riðlarnir fjórir en þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðlakeppnina.

Riðill Íslands fer fram í Linz sem er mitt á milli Vínar og Salzburg. Ef Ísland kemst áfram í milliriðil fara þeir leikir fram í Vínarborg.

Leikir Íslands í riðlakeppninni:

Þriðjudagur 19. janúar klukkan 19.15: Ísland - Serbía

Fimmtudagur 21. janúar klukkan 17.15: Austurríki - Ísland

Laugardagur 23. janúar klukkan 19.15: Danmörk - Ísland

Leikið verður í milliriðlakeppninni dagana 25., 26. og 28. janúar.

Leikur um 5. sæti mótsins og undanúrslit fara fram í Vínarborg laugardaginn 30. janúar.

Úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sæti mótsins fara fram sunnudaginn 31. janúar, einnig í Vín. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×