Fram - Fylkir 2-0: Umfjöllun Gunnar Örn Jónsson skrifar 30. júlí 2009 16:02 Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli, þar sem Fylkismenn sóttu Framara heim, í 8-liða úrslitum VISA bikarsins í knattspyrnu karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Fram. Leikurinn fór rólega af stað, mikið var um stöðubaráttur og ljóst að bæði liðin ætluðu sér í undanúrslit. Framararnir komu ofar á völlinn en undirritaður hefur séð fram til þessa í sumar og þeir voru mun líflegri í fyrri hálfleik. Þeir sóttu á mörgum mönnum en mættu fyrir öflugri vörn Fylkismanna. Framararnir áttu nokkuð mikið af hálf færum og voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson, hvað skæðastir sóknarlega hjá Fram. Á 35. mínútu fékk Heiðar Geir dauðafæri í vítateig Fylkis eftir góðan undirbúning Hjálmars Þórarinssonar en Andrés Jóhannesson varnarmaður Fylkis skutlaði sér fyrir boltann og kom í veg fyrir að boltinn rataði að marki. Fylkismenn voru hins vegar arfa slakir sóknarlega, boltinn gekk illa á milli manna og þeir sköpuðu sér engin færi að ráði fyrr en á fertugustu mínútu. Þá gerði Albert Ingason mjög vel þegar hann óð upp að endamörkum Framara hægra megin og lagði boltann út í teiginn þar sem Ingimundur Níels Óskarsson, fékk mjög gott færi í námunda við vítapunkt Fram en skot hans fór hátt yfir markið. Staðan því markalaus í hálfleik í hreint út sagt ansi bragðdaufum leik, þrátt fyrir frábært knattspyrnuveður sem fyrr segir. Fátt markvert gerðist í fyrri hluta síðari hálfleiks. Knattspyrnulega séð gekk boltinn illa á milli manna og mikið var um misheppnaðar sendingar. Á 69. mínútu fékk Ingimundur Níels Óskarsson knöttinn í vítateignum hægra megin. Hann óð upp að marki Fram en var allt of lengi að athafna sig og komst Auðun Helgason, varnarmaður Fram, fyrir skotið á síðustu stundu. Frábær vörn hjá Auðuni. Framarinn Paul McShane missti stjórn á skapi sínu á 74. mínútu. Hann tuðaði í Jóhannesi Valgeirssyni, frekar slökum dómara leiksins og fékk gult spjald. Hann linnti þó ekki látum, hélt áfram að tuða eftir að hafa fengið spjaldið, fékk annað gult spjald og þar með rautt. Fjórum mínútum síðar fengu Fylkismenn horn frá vinstri, boltinn barst til Pape Mamadou Faye, sem skaut knettinum í þverslána á marki Fram. Tvímælalaust hættulegasta færi Fylkis í leiknum. Framarar fengu mjög ódýra vítaspyrnu á 84. mínútu þegar Pape Mamadou Faye, sóknarmaður Fylkis, braut á Samuel Tillen. Samuel Tillen tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi. Einungis mínútu síðar fékk Pape Mamadou Faye, mjög gott færi á markteig Framara en hann átti slakt skot sem fót fram hjá marki Fylkis. Varamaðurinn, Jón Guðni Fjóluson, innsiglaði svo sigur Fram á 90. mínútu með góðu marki eftir horn og 2-0 sigur Fram var staðreynd. Framarar áttu sigurinn skilinn en þeir voru betri aðilinn í leiknum allan tímann, þrátt fyrir að vera einum manni færri frá 74. mínútu. Færin voru þó af skornum skammti og ljóst að vítaspyrna Framara var vendipunkturinn í leiknum. Fylkismenn voru arfaslakir fram á við og fengu ekki eitt einasta alvöru marktækifæri í leiknum. Íslenski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Sjá meira
Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli, þar sem Fylkismenn sóttu Framara heim, í 8-liða úrslitum VISA bikarsins í knattspyrnu karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Fram. Leikurinn fór rólega af stað, mikið var um stöðubaráttur og ljóst að bæði liðin ætluðu sér í undanúrslit. Framararnir komu ofar á völlinn en undirritaður hefur séð fram til þessa í sumar og þeir voru mun líflegri í fyrri hálfleik. Þeir sóttu á mörgum mönnum en mættu fyrir öflugri vörn Fylkismanna. Framararnir áttu nokkuð mikið af hálf færum og voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson, hvað skæðastir sóknarlega hjá Fram. Á 35. mínútu fékk Heiðar Geir dauðafæri í vítateig Fylkis eftir góðan undirbúning Hjálmars Þórarinssonar en Andrés Jóhannesson varnarmaður Fylkis skutlaði sér fyrir boltann og kom í veg fyrir að boltinn rataði að marki. Fylkismenn voru hins vegar arfa slakir sóknarlega, boltinn gekk illa á milli manna og þeir sköpuðu sér engin færi að ráði fyrr en á fertugustu mínútu. Þá gerði Albert Ingason mjög vel þegar hann óð upp að endamörkum Framara hægra megin og lagði boltann út í teiginn þar sem Ingimundur Níels Óskarsson, fékk mjög gott færi í námunda við vítapunkt Fram en skot hans fór hátt yfir markið. Staðan því markalaus í hálfleik í hreint út sagt ansi bragðdaufum leik, þrátt fyrir frábært knattspyrnuveður sem fyrr segir. Fátt markvert gerðist í fyrri hluta síðari hálfleiks. Knattspyrnulega séð gekk boltinn illa á milli manna og mikið var um misheppnaðar sendingar. Á 69. mínútu fékk Ingimundur Níels Óskarsson knöttinn í vítateignum hægra megin. Hann óð upp að marki Fram en var allt of lengi að athafna sig og komst Auðun Helgason, varnarmaður Fram, fyrir skotið á síðustu stundu. Frábær vörn hjá Auðuni. Framarinn Paul McShane missti stjórn á skapi sínu á 74. mínútu. Hann tuðaði í Jóhannesi Valgeirssyni, frekar slökum dómara leiksins og fékk gult spjald. Hann linnti þó ekki látum, hélt áfram að tuða eftir að hafa fengið spjaldið, fékk annað gult spjald og þar með rautt. Fjórum mínútum síðar fengu Fylkismenn horn frá vinstri, boltinn barst til Pape Mamadou Faye, sem skaut knettinum í þverslána á marki Fram. Tvímælalaust hættulegasta færi Fylkis í leiknum. Framarar fengu mjög ódýra vítaspyrnu á 84. mínútu þegar Pape Mamadou Faye, sóknarmaður Fylkis, braut á Samuel Tillen. Samuel Tillen tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi. Einungis mínútu síðar fékk Pape Mamadou Faye, mjög gott færi á markteig Framara en hann átti slakt skot sem fót fram hjá marki Fylkis. Varamaðurinn, Jón Guðni Fjóluson, innsiglaði svo sigur Fram á 90. mínútu með góðu marki eftir horn og 2-0 sigur Fram var staðreynd. Framarar áttu sigurinn skilinn en þeir voru betri aðilinn í leiknum allan tímann, þrátt fyrir að vera einum manni færri frá 74. mínútu. Færin voru þó af skornum skammti og ljóst að vítaspyrna Framara var vendipunkturinn í leiknum. Fylkismenn voru arfaslakir fram á við og fengu ekki eitt einasta alvöru marktækifæri í leiknum.
Íslenski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Sjá meira