Ákveða sjálfir hvort þeir upplýsa um hagsmunatengsl sín 9. mars 2009 18:41 Þingmenn geta ákveðið það sjálfir hvort þeir gefi upplýsingar um hagsmuni sína og eignir samkvæmt drögum að reglum sem þingflokkar á Alþingi hafa náð sátt um. Reglurnar taka hvorki til skulda eða maka þingmanna. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið hefur óskað eftir upplýsingum um einstaka þingmenn og fyrrverandi þingmenn frá skrifstofu Alþingis. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, segir að ábending hafi borist innan um bankakerfinu um að einstakir stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn raunar einnig, kynnu að hafa fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Fjármál stjórnmálaflokka, einstakra stjórnmálamanna og hagsmunatengsl hafa verið mikið til umræðu og lengi. Stjórnmálaflokkarnir sem sitja á Alþingi munu hafa náð samkomulagi um reglur um að þingmenn birti upplýsingar um hagsmunatengsl sín. Þær eru unnar í forsætisnefnd þingsins. Til stendur að kynna þær á næstu dögum, en verið er að fínpússa orðalag segja heimildarmenn. Þingmenn eiga samkvæmt reglunum að gera grein fyrir eignum sínum og tengslum við fyrirtæki og stofnanir, ef þeir svo sjálfir kjósa. Það þýðir að reglurnar verða ekki bindandi, heldur valkvæmar eins og heimildarmenn fréttastofu orða það. Þá taka reglurnar ekki til maka og heldur ekki skulda; skuldirnar voru raunar ræddar í forsætisnefnd Alþingis. Þá verða þær hvorki í formi lagasetningar né þingsályktunar, heldur verður þetta innanhússregluverk. Framsóknarþingmann og þingmenn Vinstri grænna hafa þegar birt á vefsíðum flokka sinna, ýmsar upplýsingar um fjárhag og hagsmunatengsl þingmanna. Vinstri grænir eru nákvæmari en framsóknarmenn, en hvorugir fjalla um skuldirnar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Þingmenn geta ákveðið það sjálfir hvort þeir gefi upplýsingar um hagsmuni sína og eignir samkvæmt drögum að reglum sem þingflokkar á Alþingi hafa náð sátt um. Reglurnar taka hvorki til skulda eða maka þingmanna. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið hefur óskað eftir upplýsingum um einstaka þingmenn og fyrrverandi þingmenn frá skrifstofu Alþingis. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, segir að ábending hafi borist innan um bankakerfinu um að einstakir stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn raunar einnig, kynnu að hafa fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Fjármál stjórnmálaflokka, einstakra stjórnmálamanna og hagsmunatengsl hafa verið mikið til umræðu og lengi. Stjórnmálaflokkarnir sem sitja á Alþingi munu hafa náð samkomulagi um reglur um að þingmenn birti upplýsingar um hagsmunatengsl sín. Þær eru unnar í forsætisnefnd þingsins. Til stendur að kynna þær á næstu dögum, en verið er að fínpússa orðalag segja heimildarmenn. Þingmenn eiga samkvæmt reglunum að gera grein fyrir eignum sínum og tengslum við fyrirtæki og stofnanir, ef þeir svo sjálfir kjósa. Það þýðir að reglurnar verða ekki bindandi, heldur valkvæmar eins og heimildarmenn fréttastofu orða það. Þá taka reglurnar ekki til maka og heldur ekki skulda; skuldirnar voru raunar ræddar í forsætisnefnd Alþingis. Þá verða þær hvorki í formi lagasetningar né þingsályktunar, heldur verður þetta innanhússregluverk. Framsóknarþingmann og þingmenn Vinstri grænna hafa þegar birt á vefsíðum flokka sinna, ýmsar upplýsingar um fjárhag og hagsmunatengsl þingmanna. Vinstri grænir eru nákvæmari en framsóknarmenn, en hvorugir fjalla um skuldirnar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira