Kastarinn Nick Adenhart lést í bíslysi í gærmorgun en hann var nýliði í bandaríska hafnaboltaliðinu Los Angeles Angels.
Adenhart var einn þriggja sem lést eftir að hópbíll klessti á bifreið þeirra skömmu frá heimavelli Angels.
Adenhart kastaði í sex lotur í leik Angels og Oakland á miðvikudag en síðarnefnda liðið vann leikinn, 6-4. Liðin áttu að mætast á ný í gær en leiknum var frestað.
Tímaritið Baseball America sagði Adenhart vera efnilegasta leikmann Angels.