1. deildarmeistarar Selfoss unnu þrefalt í árlegu vali sem vefsíðan fótbolti.net stóð fyrir á besta og efnilegasta leikmanni deildarinnar, besta þjálfaranum og liði ársins. Það eru fyrirliðar og þjálfarar liðanna í deildinni sem kusu.
Sævar Þór Gíslason var valinn bestur, Guðmundur Þórarinsson þótti efnilegastur og Gunnlaugur Jónsson var kosinn besti þjálfarinn. Selfoss-liðið átti síðan fjóra leikmenn í liði ársins því auk Sævars Þórs voru þeir Agnar Bragi Magnússon, Jón Steindór Sveinsson og Einar Ottó Antonsson í úrvalsliðinu. Ingólfur Þórarinsson var síðan á bekknum í úrvalsliðinu.
Sævar Þór Gíslason fékk mjög góða kosningu í fremstu víglínu en hann fékk 21 atkvæði og vantaði því bara eitt atkvæði upp á að fá fullt hús. Sævar fékk einnig mjög góða kosningu í vali á leikmanni ársins.
Alls fengu 14 leikmenn atkvæði í vali á efnilegasta leikmanni deildarinnar. Átta þeirra eru í U19 ára landsliði Íslendinga.
Lið ársins í 1.deildinni 2009
Markvörður:
Sandor Matus (KA)
Varnarmenn:
Haukur Heiðar Hauksson (KA)
Þórhallur Dan Jóhannsson (Haukar)
Agnar Bragi Magnússon (Selfoss)
Jón Steindór Sveinsson (Selfoss)
Miðjumenn:
Guðjón Pétur Lýðsson (Haukar)
Einar Ottó Antonsson (Selfoss)
Jóhann Ragnar Benediktsson (Fjarðabyggð)
Sóknarmenn:
Árni Freyr Guðnason (ÍR)
David Disztl (KA)
Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Varamannabekkur:
Amir Mehica (Haukar) - Markvörður
Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.) - Varnarmaður
Heimir Einarsson (ÍA) - Varnarmaður
Ingólfur Þórarinsson (Selfoss) - Miðjumaður
Hilmar Geir Eiðsson (Haukar) - Sóknarmaður
Bestur: Sævar Þór Gíslason (Selfoss)
Efnilegastur: Guðmundur Þórarinsson (Selfoss)
Besti þjálfarinn: Gunnlaugur Jónsson (Selfoss)
