Forseti Inter, Massimo Moratti, hefur útilokað þann möguleika að Inter og Barcelona muni skipta á þeim Zlatan Ibrahimovic og Samuel Eto´o.
Framtíð beggja leikmanna er í óvissu. Zlatan er sagður vilja fara frá Inter en Eto´o gæti einnig verið á förum nema hann skrifi undir nýjan samning við Barcelona.
„Ég veit aðeins að ef félögin næðu saman þá stæði ekki á okkar að semja við Barcelona," sagði umboðsmaður Zlatans.
Moratti hitti Joan Laporta, forseta Barcelona, í gær og það var aðeins kvöldverðarboð hjá vinum að sögn Moratti. Ekkert var rætt um að skipta á leikmönnum.