Krúttin í bönkunum Gerður Kristný skrifar 16. febrúar 2009 06:00 Góð úttekt birtist í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar fjallaði Strandakonan sterka, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, um starfsreynslu þeirra sem unnu í bönkunum og sparisjóðunum fyrir hrun. Í ljós kom að 41 prósent þeirra bjó aðeins að fimm ára starfsreynslu eða jafnvel minna. Margir voru ákaflega vel menntaðir en starfsreynslan var samt ekki meiri. Við getum ímyndað okkur hvernig það væri að þurfa að leggjast undir hnífinn á spítala þar sem engin sérstök reynsla væri fyrir hendi þótt vissulega gæti starfsliðið státað af prófgráðum. Fyrir stuttu sat ég fund með háttsettum bankamanni. Fundurinn var svo leynilegur að ég gæti átt von á að verða skotin úr launsátri inn um stofugluggann verði mér á að ljóstra upp um nafn mannsins. Ég get þó skýrt frá því að á þessum fundi sagði bankamaðurinn að á meðal þess sem komið hefði bönkunum í koll væri að þar hefði vantað heila kynslóð í starfsmannahópinn. Aldursbilið varð því allverulegt. Um tíma þótti óspennandi að vinna í banka og viðskiptafræðingar stormuðu annað í atvinnuleit. Líklega hafa árshátíðir bankanna verið hálf hjákátlegar í góðærinu. Þar hafa kátir krakkar ranglað um sali innan um fólk sem gat verið amma þess og afi. Foreldrarnir voru að reka fyrirtæki. Sama dag og úttekt Gunnhildar birtist var viðtal við Hugrúnu Jóhannesdóttur, forstöðumann Vinnumálastofnunar, í Fréttablaðinu. Þegar hún er spurð að því hvað henni finnist erfiðast við starfið segir hún að „mikið af þessu unga bankafólki" eigi „um sárt að binda". Ekki sé nefnilega nóg með að það hafi misst vinnuna og tapað eigin fjárfestingum í hlutabréfum, heldur hafi margir fengið foreldra sína til að fjárfesta og nú sé allt tapað. Hætt er við að mörg fermingarveislan verði þegjandaleg í vor. En það hafa samt margir verið hálf forræðislausir í fjármálum á undanförnum árum. Að minnsta kosti var sagt frá því í Morgunblaðinu á fimmtudaginn að 664 á aldrinum 18-22 ára væru komnir á vanskilaskrá. Reynsla síðustu mánaða sýnir að það þarf að koma góðri fjármálakennslu inn í efstu bekki grunnskóla. Þar gæti verið hægt að hafa sama háttinn á og þegar Bubbi Morthens fór í skóla og sagði frá árunum sem hann eyddi í sukk. Það væri kannski ekki óvitlaus hugmynd að fá jafnvel nákvæmlega sama Bubbann til að segja nú frá fjármálasukkinu, jafn mælskur og hann nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Góð úttekt birtist í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar fjallaði Strandakonan sterka, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, um starfsreynslu þeirra sem unnu í bönkunum og sparisjóðunum fyrir hrun. Í ljós kom að 41 prósent þeirra bjó aðeins að fimm ára starfsreynslu eða jafnvel minna. Margir voru ákaflega vel menntaðir en starfsreynslan var samt ekki meiri. Við getum ímyndað okkur hvernig það væri að þurfa að leggjast undir hnífinn á spítala þar sem engin sérstök reynsla væri fyrir hendi þótt vissulega gæti starfsliðið státað af prófgráðum. Fyrir stuttu sat ég fund með háttsettum bankamanni. Fundurinn var svo leynilegur að ég gæti átt von á að verða skotin úr launsátri inn um stofugluggann verði mér á að ljóstra upp um nafn mannsins. Ég get þó skýrt frá því að á þessum fundi sagði bankamaðurinn að á meðal þess sem komið hefði bönkunum í koll væri að þar hefði vantað heila kynslóð í starfsmannahópinn. Aldursbilið varð því allverulegt. Um tíma þótti óspennandi að vinna í banka og viðskiptafræðingar stormuðu annað í atvinnuleit. Líklega hafa árshátíðir bankanna verið hálf hjákátlegar í góðærinu. Þar hafa kátir krakkar ranglað um sali innan um fólk sem gat verið amma þess og afi. Foreldrarnir voru að reka fyrirtæki. Sama dag og úttekt Gunnhildar birtist var viðtal við Hugrúnu Jóhannesdóttur, forstöðumann Vinnumálastofnunar, í Fréttablaðinu. Þegar hún er spurð að því hvað henni finnist erfiðast við starfið segir hún að „mikið af þessu unga bankafólki" eigi „um sárt að binda". Ekki sé nefnilega nóg með að það hafi misst vinnuna og tapað eigin fjárfestingum í hlutabréfum, heldur hafi margir fengið foreldra sína til að fjárfesta og nú sé allt tapað. Hætt er við að mörg fermingarveislan verði þegjandaleg í vor. En það hafa samt margir verið hálf forræðislausir í fjármálum á undanförnum árum. Að minnsta kosti var sagt frá því í Morgunblaðinu á fimmtudaginn að 664 á aldrinum 18-22 ára væru komnir á vanskilaskrá. Reynsla síðustu mánaða sýnir að það þarf að koma góðri fjármálakennslu inn í efstu bekki grunnskóla. Þar gæti verið hægt að hafa sama háttinn á og þegar Bubbi Morthens fór í skóla og sagði frá árunum sem hann eyddi í sukk. Það væri kannski ekki óvitlaus hugmynd að fá jafnvel nákvæmlega sama Bubbann til að segja nú frá fjármálasukkinu, jafn mælskur og hann nú er.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun