Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar 16. desember 2025 07:30 Undirritaður spurði forsætisráðherra út í ofbeldis- og fíkniefnafaraldur barna og ungmenna sem nú geysar. Covid-19-faraldurinn herjaði á okkur fyrir skömmu og var engu til sparað. Börn og ungmenni, sem og aðrir, voru sett í sóttkví, einangrun og bólusett. Covid-19-bráðadeild var komið upp á 10–12 dögum. Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Sem betur fer veiktust börn og ungmenni afar lítið og sjúkrahúsinnlagnir voru svo gott sem engar, annað en vegna fíknifaraldursins sem nú grasserar meðal okkar. Sjálfur hefur ég fengið símtöl og skilaboð frá foreldrum nemenda minna í gegnum tíðina vegna barna í neyslu. Hef hjálpað við leit af týndum börnum og fundið fyrir ótta og örvinglan foreldra þegar heimilin er undirlögð fíkn barnanna. Það er ömurleg tilfinning. Nú sýnir tölfræðin okkur að veruleg aukning er hvað ofbeldi og neyslu varðar, öfugt við það sem mennta- og barnamálaráðherra hefur haldið fram. Fréttir hafa borist af því að fleiri börn og ungmenni hafi fallið fyrir fíkniefnadjöflinum síðasta rúma árið en áður. Það er því miður faraldur í gangi sem valdamenn neita að horfast í augu við. Í Covid-19 vissum við nánast hve mörg börn og ungmenni hnerruðu hvern dag og hve mörg þeirra voru í sóttkví eða einangrun. Við skulum öll gera okkur grein fyrir að þessi faraldur er mörgum sinnum banvænni fyrir börn og ungmenni en Covid-19 nokkurn tímann. Því spurði ég forsætisráðherra hvort hann vissi hve mörg börn og ungmenni hefðu fallið í valinn síðasta rúma árið. Ráðherra var afhjúpaður og þekkingarleysið átakanlegt. Það er ótrúlegt hve litla athygli börn og ungmenni fá þegar staða þeirra er vond, stílfærðar glansmyndir á samfélagsmiðlum fá svo gott sem alla athyglina. Undir fyrirspurn minni hljómaði úr þingsal: „Þetta er lágpunktur þingsins“ Það var formaður þingflokks Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson sem lét þessi orð falla. Það er með ólíkindum að umræða um ópólitískt mál eins og fíknifaraldur meðal barna og ungmenna sé „lágpunktur þingsins“. Það er líka með ólíkindum að í Covid-faraldrinum hafi öll skref verið kortlögð en ráðamenn núna hafi ekki hugmynd um stöðuna í fíknivanda barna og ungmenna. Nógu mikið var talað fyrir kosningar af þingmönnum meirihlutans – auðvitað birtar glansmyndir og fyrirsagnir en ekkert gert. Umbúðastjórnmál og lýðskrum á kostnað barna og ungmenna. Málaflokkurinn hefur lengi verið í ólestri, en síðustu mánuði hefur komið neyðarkall frá ungmennum, foreldrum og kerfinu sjálfu. Ekki er brugðist við og börn þurfa að fara erlendis á eigin kostnað til að fá viðeigandi meðferð. Ungt fólk fellur frá alltof snemma, fíkniefni flæða á stofnunum, engin úrræði eru til fyrir aðra og fjöldi fjölskyldna í úlfakreppu vegna fíknivanda barna og ungmenna sinna. Það eru ekki góð stjórnmál að vísa til liðins tíma þegar staðan er stöðugt að versna. Það hefði verið sómi af því að forsætisráðherra hefði viðurkennt vandann í stað þess að dylgja um að undirritaður hefði of hátt og að málið væri of viðkvæmt til að ræða á Alþingi. Eini lágpunkturinn er áhuga- og metnaðarleysi ráðamanna hvað börn og ungmenni varðar í öllum málaflokkum, því miður. Opnið augun, það er faraldur í gangi. Ps. Hugsum í lausnum, Laugagerðisskóli er nú til sölu á 85.000 kr m2. Þar væri kjörið að koma upp frábæru meðferðarúrræði ef einhver áhugi eða geta væri til staðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Fíkn Fíkniefnabrot Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Undirritaður spurði forsætisráðherra út í ofbeldis- og fíkniefnafaraldur barna og ungmenna sem nú geysar. Covid-19-faraldurinn herjaði á okkur fyrir skömmu og var engu til sparað. Börn og ungmenni, sem og aðrir, voru sett í sóttkví, einangrun og bólusett. Covid-19-bráðadeild var komið upp á 10–12 dögum. Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Sem betur fer veiktust börn og ungmenni afar lítið og sjúkrahúsinnlagnir voru svo gott sem engar, annað en vegna fíknifaraldursins sem nú grasserar meðal okkar. Sjálfur hefur ég fengið símtöl og skilaboð frá foreldrum nemenda minna í gegnum tíðina vegna barna í neyslu. Hef hjálpað við leit af týndum börnum og fundið fyrir ótta og örvinglan foreldra þegar heimilin er undirlögð fíkn barnanna. Það er ömurleg tilfinning. Nú sýnir tölfræðin okkur að veruleg aukning er hvað ofbeldi og neyslu varðar, öfugt við það sem mennta- og barnamálaráðherra hefur haldið fram. Fréttir hafa borist af því að fleiri börn og ungmenni hafi fallið fyrir fíkniefnadjöflinum síðasta rúma árið en áður. Það er því miður faraldur í gangi sem valdamenn neita að horfast í augu við. Í Covid-19 vissum við nánast hve mörg börn og ungmenni hnerruðu hvern dag og hve mörg þeirra voru í sóttkví eða einangrun. Við skulum öll gera okkur grein fyrir að þessi faraldur er mörgum sinnum banvænni fyrir börn og ungmenni en Covid-19 nokkurn tímann. Því spurði ég forsætisráðherra hvort hann vissi hve mörg börn og ungmenni hefðu fallið í valinn síðasta rúma árið. Ráðherra var afhjúpaður og þekkingarleysið átakanlegt. Það er ótrúlegt hve litla athygli börn og ungmenni fá þegar staða þeirra er vond, stílfærðar glansmyndir á samfélagsmiðlum fá svo gott sem alla athyglina. Undir fyrirspurn minni hljómaði úr þingsal: „Þetta er lágpunktur þingsins“ Það var formaður þingflokks Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson sem lét þessi orð falla. Það er með ólíkindum að umræða um ópólitískt mál eins og fíknifaraldur meðal barna og ungmenna sé „lágpunktur þingsins“. Það er líka með ólíkindum að í Covid-faraldrinum hafi öll skref verið kortlögð en ráðamenn núna hafi ekki hugmynd um stöðuna í fíknivanda barna og ungmenna. Nógu mikið var talað fyrir kosningar af þingmönnum meirihlutans – auðvitað birtar glansmyndir og fyrirsagnir en ekkert gert. Umbúðastjórnmál og lýðskrum á kostnað barna og ungmenna. Málaflokkurinn hefur lengi verið í ólestri, en síðustu mánuði hefur komið neyðarkall frá ungmennum, foreldrum og kerfinu sjálfu. Ekki er brugðist við og börn þurfa að fara erlendis á eigin kostnað til að fá viðeigandi meðferð. Ungt fólk fellur frá alltof snemma, fíkniefni flæða á stofnunum, engin úrræði eru til fyrir aðra og fjöldi fjölskyldna í úlfakreppu vegna fíknivanda barna og ungmenna sinna. Það eru ekki góð stjórnmál að vísa til liðins tíma þegar staðan er stöðugt að versna. Það hefði verið sómi af því að forsætisráðherra hefði viðurkennt vandann í stað þess að dylgja um að undirritaður hefði of hátt og að málið væri of viðkvæmt til að ræða á Alþingi. Eini lágpunkturinn er áhuga- og metnaðarleysi ráðamanna hvað börn og ungmenni varðar í öllum málaflokkum, því miður. Opnið augun, það er faraldur í gangi. Ps. Hugsum í lausnum, Laugagerðisskóli er nú til sölu á 85.000 kr m2. Þar væri kjörið að koma upp frábæru meðferðarúrræði ef einhver áhugi eða geta væri til staðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun