Forráðamenn Juventus segja það ekki rétt sem hafi komið fram í ítölskum fjölmiðlum og að Claudio Ranieri verði áfram knattspyrnustjóri liðsins.
Gazzetta dello Sport hélt því fram á forsíðu í gær að dagar Ranieri hjá Juventus væru taldir og að fjöldi knattspyrnustjóra kæmu til greina sem eftirmaður hans.
„Ranieri er okkar þjálfari og sama hvaða árangri við náum á þessu tímabili verður hann áfram hjá okkur það næsta," sagði Jean-Claude Blanc, stjórnarformaður Juventus, í samtali við ítalska fjölmiðla.
Juventus er í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir Inter þegar sjö umferðir eru eftir.