Tyrkneskt vatn flutt inn í plastflöskum Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2009 07:30 Vatn frá Tyrklandi. Stefán Gíslason umhverfisfræðingur keypti hálfslítra flösku með nafninu Pinar í Krónunni um daginn. Mynd/Stefán „Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ. Flaskan, sem er með venjulegu lindarvatni og flutt inn frá Danmörku, var seld með 55 prósenta afslætti, eða á 29 krónur stykkið, enda síðasti söludagur skammt undan. Tappinn var settur á flöskuna í apríllok 2008. „Mér fannst merkilegt að við flyttum inn vatn frá Danmörku á sama tíma og Kaupmannahafnarbúar sjá fram á varanlegan vatnsskort. En ég var samt miklu meira hissa þegar ég sá að þetta sjálfsagt ágæta vatn hefði verið flutt til Danmerkur frá Tyrklandi," segir hann. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri hjá Kaupási, segir að fjörutíu feta gámur, eða um fimmtíu bretti, af tyrknesku vatni hafi verið fluttur til landsins og vatnið selt í tilraunaskyni í öllum stóru Krónubúðunum. „Við gerðum prufu til að sjá hvernig þetta kæmi út. Það er mjög mikil sala á vatni, bæði hreinu og blönduðu með til dæmis sítrónu eða ávöxtum, og það var gott verð á þessu vatni." Móttökurnar hafa verið góðar en Kristinn telur að vatnið komi ekki aftur. „Við erum alltaf að kanna hvað markaðurinn vill. Fólk er hrifnara af íslensku vatni, Kristal og Toppi, en erlendu vatni." Stefán bendir á að kranavatn sé miklu ódýrara og betra en innflutt vatn. „Mikil orka fer í að framleiða umbúðir og flytja vatnið þannig að þetta er fáránlegt. Það er líka fáránlegt að Íslendingar kaupi vatn í flösku úti í búð þótt það sé framleitt innanlands vegna þess að vatnsframleiðslan kostar meira, þarf meiri orku og vatnið er verra hvað gæðin varðar." Stefán sagði frá vatnskaupunum á bloggsíðu sinni og fékk meðal annars viðbrögðin: „Getur það verið að við séum að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa þetta af Dönum?" Kristinn segir að vatnið hafi verið keypt og flutt inn fyrir bankahrun. Markaðir Viðskipti Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
„Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ. Flaskan, sem er með venjulegu lindarvatni og flutt inn frá Danmörku, var seld með 55 prósenta afslætti, eða á 29 krónur stykkið, enda síðasti söludagur skammt undan. Tappinn var settur á flöskuna í apríllok 2008. „Mér fannst merkilegt að við flyttum inn vatn frá Danmörku á sama tíma og Kaupmannahafnarbúar sjá fram á varanlegan vatnsskort. En ég var samt miklu meira hissa þegar ég sá að þetta sjálfsagt ágæta vatn hefði verið flutt til Danmerkur frá Tyrklandi," segir hann. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri hjá Kaupási, segir að fjörutíu feta gámur, eða um fimmtíu bretti, af tyrknesku vatni hafi verið fluttur til landsins og vatnið selt í tilraunaskyni í öllum stóru Krónubúðunum. „Við gerðum prufu til að sjá hvernig þetta kæmi út. Það er mjög mikil sala á vatni, bæði hreinu og blönduðu með til dæmis sítrónu eða ávöxtum, og það var gott verð á þessu vatni." Móttökurnar hafa verið góðar en Kristinn telur að vatnið komi ekki aftur. „Við erum alltaf að kanna hvað markaðurinn vill. Fólk er hrifnara af íslensku vatni, Kristal og Toppi, en erlendu vatni." Stefán bendir á að kranavatn sé miklu ódýrara og betra en innflutt vatn. „Mikil orka fer í að framleiða umbúðir og flytja vatnið þannig að þetta er fáránlegt. Það er líka fáránlegt að Íslendingar kaupi vatn í flösku úti í búð þótt það sé framleitt innanlands vegna þess að vatnsframleiðslan kostar meira, þarf meiri orku og vatnið er verra hvað gæðin varðar." Stefán sagði frá vatnskaupunum á bloggsíðu sinni og fékk meðal annars viðbrögðin: „Getur það verið að við séum að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa þetta af Dönum?" Kristinn segir að vatnið hafi verið keypt og flutt inn fyrir bankahrun.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira