Markvarsla Harðar tryggði Akureyri sigur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. nóvember 2009 20:41 Heimir Örn Árnason, Akureyringur. Fréttablaðið Hörður Flóki Ólafsson sýndi meistaratakta í marki Akureyrar og tryggði liðinu 25-24 sigur gegn Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Hörður varði 26 skot, þar af þrjú víti og þrjú hraðaupphlaup og tvö skot í síðustu sókn gestanna sem gátu jafnað. Jafnt var á öllum tölum í byrjun leiks á Akureyri. Heimamenn komust yfir og voru skrefinu á undan en staðan var 5-5 þegar Akureyringar áttu góðan sprett. Þeir skoruðu þá fimm mörk í röð og komust í 10-5 og ráðþrota Stjörnumenn tóku leikhlé til að ráða ráðum sínum Það virðist hafa virkað ágætlega því liðið kom sterkt aftur inn í leikinn og skoraði strax tvö mörk. Stjörnumenn minnkuðu svo muninn jafnt og þétt en réðu illa við Hörð Flóka Ólafsson í marki heimamanna sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, þar af eitt víti og þrjú hraðaupphlaup. Þá stóð 5-1 vörn Akureyringa vel fyrir sínu á löngum köflum. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Akureyri en Stjarnan komst yfir með tveimur fyrstu mörkum síðari hálfleiks. Akureyri komst þó strax aftur yfir og voru alltaf skrefinu á undan. Þeir komust mest í fjögurra marka forystu en Stjörnumenn neituðu að gefast upp og stóðu vel uppi í hárinu á heimamönnum. Akureyri var með sigurinn í höndunum þegar skammt var eftir. En með lélegum skotum og slökum ákvörðunum náðu Stjörnumenn að minnka muninn í eitt mark. Akureyringar fengu fáránlega brottvísun og misstu svo boltann klaufalega þegar hálf mínúta var eftir, Stjarnan tók leikhlé og fór í sókn. Stjarnan náði tveimur skotum á markið en Hörður kórónaði frammistöðu sína með tveimur flottum markvörslum. Hann bar af á vellinum í kvöld en Oddur Grétarsson sýndi einnig frábæra takta. Akureyri var nálægt því að kasta sigrinum frá sér en má vel við una við stigin tvö. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð. Ungt lið Stjörnunnar sýndi flotta baráttu og hefðu með smá heppni unnið sér inn gott stig.Mörk Akureyri (skot): Jónatan Magnússon 7/3 (9/5), Oddur Grétarsson 6/1 (8/2), Heimir Örn Árnason 4 (10), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 26/3 (50) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Heimir 2, Oddur 2).Fiskuð víti: 7 (Hörður 4, Oddur, Árni, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 5/1 (10), Guðmundur Guðmundsson 4 (8/1), Kristján S Kristjánsson 4 (10), Þórólfur Nielsen 4 (9/1), Sverrir Eyjólfsson 2 (3), Sigurður Helgason 2 (3), Jón Arnar Jónsson 2/1 (5/2), Eyþór Magnússon 1 (1), Fannar Kristmannsson 1 (2),Björn Friðriksson 0 (4),Daníel Einarsson 0 (4). Varin skot: Roland Eradze 19/2 (44) 42% Hraðaupphlaup: 5 (Kristján 2, Vilhjálmur, Sigurður, Þórólfur).Fiskuð víti: 5 (Þórólfur 2, Björn 2, Sverrir).Utan vallar: 4 mín. Olís-deild karla Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Hörður Flóki Ólafsson sýndi meistaratakta í marki Akureyrar og tryggði liðinu 25-24 sigur gegn Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Hörður varði 26 skot, þar af þrjú víti og þrjú hraðaupphlaup og tvö skot í síðustu sókn gestanna sem gátu jafnað. Jafnt var á öllum tölum í byrjun leiks á Akureyri. Heimamenn komust yfir og voru skrefinu á undan en staðan var 5-5 þegar Akureyringar áttu góðan sprett. Þeir skoruðu þá fimm mörk í röð og komust í 10-5 og ráðþrota Stjörnumenn tóku leikhlé til að ráða ráðum sínum Það virðist hafa virkað ágætlega því liðið kom sterkt aftur inn í leikinn og skoraði strax tvö mörk. Stjörnumenn minnkuðu svo muninn jafnt og þétt en réðu illa við Hörð Flóka Ólafsson í marki heimamanna sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, þar af eitt víti og þrjú hraðaupphlaup. Þá stóð 5-1 vörn Akureyringa vel fyrir sínu á löngum köflum. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Akureyri en Stjarnan komst yfir með tveimur fyrstu mörkum síðari hálfleiks. Akureyri komst þó strax aftur yfir og voru alltaf skrefinu á undan. Þeir komust mest í fjögurra marka forystu en Stjörnumenn neituðu að gefast upp og stóðu vel uppi í hárinu á heimamönnum. Akureyri var með sigurinn í höndunum þegar skammt var eftir. En með lélegum skotum og slökum ákvörðunum náðu Stjörnumenn að minnka muninn í eitt mark. Akureyringar fengu fáránlega brottvísun og misstu svo boltann klaufalega þegar hálf mínúta var eftir, Stjarnan tók leikhlé og fór í sókn. Stjarnan náði tveimur skotum á markið en Hörður kórónaði frammistöðu sína með tveimur flottum markvörslum. Hann bar af á vellinum í kvöld en Oddur Grétarsson sýndi einnig frábæra takta. Akureyri var nálægt því að kasta sigrinum frá sér en má vel við una við stigin tvö. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð. Ungt lið Stjörnunnar sýndi flotta baráttu og hefðu með smá heppni unnið sér inn gott stig.Mörk Akureyri (skot): Jónatan Magnússon 7/3 (9/5), Oddur Grétarsson 6/1 (8/2), Heimir Örn Árnason 4 (10), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 26/3 (50) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Heimir 2, Oddur 2).Fiskuð víti: 7 (Hörður 4, Oddur, Árni, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 5/1 (10), Guðmundur Guðmundsson 4 (8/1), Kristján S Kristjánsson 4 (10), Þórólfur Nielsen 4 (9/1), Sverrir Eyjólfsson 2 (3), Sigurður Helgason 2 (3), Jón Arnar Jónsson 2/1 (5/2), Eyþór Magnússon 1 (1), Fannar Kristmannsson 1 (2),Björn Friðriksson 0 (4),Daníel Einarsson 0 (4). Varin skot: Roland Eradze 19/2 (44) 42% Hraðaupphlaup: 5 (Kristján 2, Vilhjálmur, Sigurður, Þórólfur).Fiskuð víti: 5 (Þórólfur 2, Björn 2, Sverrir).Utan vallar: 4 mín.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira