Körfubolti

Snæfell, ÍR og Fjölnir fóru áfram í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snæfell og ÍR fóru bæði áfram í kvöld.
Snæfell og ÍR fóru bæði áfram í kvöld. Mynd/Stefán
Iceland Express deildar liðin Snæfell, ÍR og Fjölnir eru öll komin í átta liða úrslit Subway-bikars karla eftir sigra í leikjum sínum í sextán liða úrslitunum í kvöld. Snæfell vann 130-75 sigur á Hamar í Hólminum, ÍR vann 93-86 sigur á KFÍ á Ísafirði og Fjölnir vann 84-63 sigur á Skallagrími í Borgarnesi.

Sean Burton skoraði 55 stig fyrir Snæfell í 130-75 sigri á Hamar, Jón Ólafur Jónsson skoraði 15 stig og þeir Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson voru báðir með 12 stig. Andre Dabney skoraði 29 stig fyrir Hamar.

Hreggviður Magnússon var með 23 stig og Nemanja Sovic skoraði 22 stig í 93-86 sigri ÍR á KFÍ á Ísafirði. Pance Ilievski skoraði 29 stig fyrir KFÍ.

Christopher Smith skoraði 25 stig fyrir Fjölni í 84-63 sigri á Skallagrími í Borganesi og Ægir Þór Steinarsson var með þrefalda tvennu, 12 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar. Magni Hafsteinsson skoraði 16 stig og tók 11 fráköst. Silver Laku skoraði 20 stig fyrir Skallagrím.

Liðin sem eru komin í átta liða úrslit eru: Grindavík, Njarðvík, Keflavík, Breiðablik, Tindastóll, Snæfell, ÍR og Fjölnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×