Pétur Tyrfingsson í framboð fyrir Samfylkingu 17. febrúar 2009 22:05 Pétur Tyrfingsson Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann segist hafa tekið þetta upp hjá sjálfum sér og hafi ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Pétur ætlar ekki að eyða einni krónu í rekstur kosningabaráttu en hans stærsta hjartansmál er að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þetta kemur fram í pistli sem Pétur skrifar á heimasíðu sína í kvöld og sjá má hér að neðan. Pétur með gítarinn. „Samfylkingin í Reykjavík hefur ákveðið að efna til prófkjörs. Ég hef ákveðið að efna til framboðs í því prófkjöri. Mér er fúlasta alvara og skrifa þetta því hér í mitt einkamálgagn mínum tryggu lesendum til upplýsingar. Þetta er nú bara tilkynning en ekki stefnuyfirlýsing. Ég hef ekki hugsað mér að eyða einni krónu til reksturs kosningabaráttu því ég á hana ekki til. Flokkurinn minn hefur sent mér þá hvatningu með reglum sínum og vinsamlegum tilmælum að láta féleysi ekki aftra mér. Er ég þakklátur fyrir þá jafnræðisstefnu. Ég geti ekki sagt að „margir hafi komið að máli við mig". Ég tók þetta upp hjá sjálfum mér og hef ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Hvers vegna að ota sér fram? Í fyrsta lagi ber að hefja klassíska félagshyggju til vegs í Samfylkingunni - gamaldags vinstrimennsku ef fólk vill orða það þannig. Félagshyggju. Velferðina í forgang. Vegsauka hreyfingar launamanna… Skiptir ekki máli hvernig þetta er orðað því allir skilja hvað ég á við. Önnur ástæða til að pota sér í prófkjöri af minni hálfu er að mitt aðaláhugamál í pólitík er ekki aðeins lífskjör alþýðu og velferðarkerfið - heldur sérstaklega heilbrigðiskerfið. Mitt stóra hjartansmál liggur í því að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þar hef ég starfað í aldarfjórðung samfellt og þykist hafa eitthvað fram að færa. Samfylkingin hefur ekki haft áberandi fólk á sínum snærum í oddastöðum sem hefur lagt sérstaka áherslu á þann málaflokk. Öðru máli gegnir um hina meginstoð velferðarkerfisins sem eru félags- og tryggingamálinn. Hingað til hefur mér þótt vanta framboð fólks úr minni hjörð. Að ganga „óbundinn til kosninga" er talsmáti óheilinda. Kjósendur eiga siðferðilega kröfu á því að félagshyggjuflokkarnir lýsi því yfir að þeir reyni til þrautar að mynda saman ríkisstjórn áður en þeir makka við aðra utan „íslenska alþýðuflokksins". Með þessu er verið að lýsa yfir hollustu við ákveðin grundvallaratriði sem allir vita að almennir félagsmenn og þorri kjósenda beggja flokkanna eru sammála um. Hér ber að tala skýrt og einarðlega. Ég er þeirrar skoðunar að Íslandi sé best borgið í Evrópusambandinu. Kann að vera að þetta sé vitlaust mat hjá mér. Afstaða til Evrópusambandsins verður þó ekki kosningamál heldur hvernig þjóðin ætlar að gera upp hug sinn. Samfylkingin hefur aldrei haft aðra stefnu en þá að um þetta eigi þjóðin sjálf að taka upplýsta ákvörðun. Hér held ég að sé lítill sem enginn ágreiningur sé milli félagshyggjuflokkanna tveggja ef traust ríkir milli þeirra." Kosningar 2009 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann segist hafa tekið þetta upp hjá sjálfum sér og hafi ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Pétur ætlar ekki að eyða einni krónu í rekstur kosningabaráttu en hans stærsta hjartansmál er að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þetta kemur fram í pistli sem Pétur skrifar á heimasíðu sína í kvöld og sjá má hér að neðan. Pétur með gítarinn. „Samfylkingin í Reykjavík hefur ákveðið að efna til prófkjörs. Ég hef ákveðið að efna til framboðs í því prófkjöri. Mér er fúlasta alvara og skrifa þetta því hér í mitt einkamálgagn mínum tryggu lesendum til upplýsingar. Þetta er nú bara tilkynning en ekki stefnuyfirlýsing. Ég hef ekki hugsað mér að eyða einni krónu til reksturs kosningabaráttu því ég á hana ekki til. Flokkurinn minn hefur sent mér þá hvatningu með reglum sínum og vinsamlegum tilmælum að láta féleysi ekki aftra mér. Er ég þakklátur fyrir þá jafnræðisstefnu. Ég geti ekki sagt að „margir hafi komið að máli við mig". Ég tók þetta upp hjá sjálfum mér og hef ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Hvers vegna að ota sér fram? Í fyrsta lagi ber að hefja klassíska félagshyggju til vegs í Samfylkingunni - gamaldags vinstrimennsku ef fólk vill orða það þannig. Félagshyggju. Velferðina í forgang. Vegsauka hreyfingar launamanna… Skiptir ekki máli hvernig þetta er orðað því allir skilja hvað ég á við. Önnur ástæða til að pota sér í prófkjöri af minni hálfu er að mitt aðaláhugamál í pólitík er ekki aðeins lífskjör alþýðu og velferðarkerfið - heldur sérstaklega heilbrigðiskerfið. Mitt stóra hjartansmál liggur í því að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þar hef ég starfað í aldarfjórðung samfellt og þykist hafa eitthvað fram að færa. Samfylkingin hefur ekki haft áberandi fólk á sínum snærum í oddastöðum sem hefur lagt sérstaka áherslu á þann málaflokk. Öðru máli gegnir um hina meginstoð velferðarkerfisins sem eru félags- og tryggingamálinn. Hingað til hefur mér þótt vanta framboð fólks úr minni hjörð. Að ganga „óbundinn til kosninga" er talsmáti óheilinda. Kjósendur eiga siðferðilega kröfu á því að félagshyggjuflokkarnir lýsi því yfir að þeir reyni til þrautar að mynda saman ríkisstjórn áður en þeir makka við aðra utan „íslenska alþýðuflokksins". Með þessu er verið að lýsa yfir hollustu við ákveðin grundvallaratriði sem allir vita að almennir félagsmenn og þorri kjósenda beggja flokkanna eru sammála um. Hér ber að tala skýrt og einarðlega. Ég er þeirrar skoðunar að Íslandi sé best borgið í Evrópusambandinu. Kann að vera að þetta sé vitlaust mat hjá mér. Afstaða til Evrópusambandsins verður þó ekki kosningamál heldur hvernig þjóðin ætlar að gera upp hug sinn. Samfylkingin hefur aldrei haft aðra stefnu en þá að um þetta eigi þjóðin sjálf að taka upplýsta ákvörðun. Hér held ég að sé lítill sem enginn ágreiningur sé milli félagshyggjuflokkanna tveggja ef traust ríkir milli þeirra."
Kosningar 2009 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira