Körfubolti

Ágúst spáir að Valur og Fjölnir fari í úrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ágúst Björgvinsson hefur mesta trú á Fjölnismönnum í úrslitakeppni 1. deildar karla.
Ágúst Björgvinsson hefur mesta trú á Fjölnismönnum í úrslitakeppni 1. deildar karla. Mynd/Rósa

Úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með fyrstu leikjum undanúrslitaeinvíganna. Þar mætast Valur og KFÍ í öðru einvíginu en Hauka og Fjölnir í hinu.

Leikur Hauka og Fjölnis hefst klukkan 19.15 á Ásvöllum en leikur Vals og KFÍ hefst klukkan 20.00 í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda.

Ágúst Björgvinsson, þjálfari 1. deildarmeistara Hamars og íslenska kvennalandsliðsins, spáir í spilin fyrir úrslitakeppnina á heimasíðu KKÍ í dag. Það má finna spánna hjá Ágústi hér.

Ágúst spáir að Valur og Fjölnir mun mætast í lokaúrslitunum en það lið sem vinnur úrslitakeppni 1. deildar karla fylgir Hvergerðingum upp í Iceland Express deild karla. Ágúst hefur mesta trú á því að Fjölnir fylgi hans liði upp.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×