Körfubolti

Hamar er komið upp í Iceland Express deildina á ný

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars og hinn 216 sm hái Ragnar Nathanaelsson .
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars og hinn 216 sm hái Ragnar Nathanaelsson . Mynd/Arnþór

Hamarsmenn endurheimtu sæti sitt í Iceland Express deild karla í gær eftir 90-86 sigur á nágrönnum sínum úr Þór Þorlákshöfn í lokaleik tímabilsins sem fram fór í Hveragerði. Hamar endaði með 30 stig eða fjórum meira en Valur og Haukar sem koma næst.

Marvin Valdimarsson var með 40 stig fyrir Hamar og Jason Pryor bætti við 16 stigum og 10 stoðsendingum. Þá var Svavr Páll Pálsson með 10 stig, 11 fráköst og 5 stosðendingar. Elvar Guðmundsson skoraði 27 stig fyrir Þór.

Hamar vann 15 af 18 leikjum tímabilsins undir stjórn Ágústs Björgvinssonar og er því komið upp í úrvalsdeild á ný eftir aðeins eins árs fjarveru. Hamar var í úrvalsdeildinni frá 1999 til vorsins 2008.

Valsmenn tryggðu sér annað sætið í deildinni með því að vinna Hauka á Ásvöllum, 79-66. Valsmenn unnu þar með báða leiki sína á móti Haukum í vetur. Hjalti Friðriksson skoraði 17 stig fyrir Val í leiknum.

Deildarmeistarnir fara beint upp en næstu fjögur lið fara í úrslitakeppni um seinna sætið. Þar munu mætast Valur og KFÍ annarsvegar og Haukar-Fjölnir hinsvegar. Það þarf að vinna tvo leiki til þess að komast í lokaúrslitin þar sem liðið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í Iceland Express deild karla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×