Handbolti

Sigur hjá stelpunum hans Þóris í fyrsta leik í Heimsbikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karoline Dyhre Breivang og félagar í norska landsliðinu byrja vel undir stjórn Þóris.
Karoline Dyhre Breivang og félagar í norska landsliðinu byrja vel undir stjórn Þóris. Mynd/AFP

Þórir Hergeirsson er kominn á fulla ferð með norska kvennalandsliðið í handbolta og liðið er nú að taka þátt í Heimsbikarnum sem fer fram í Árósum í Danmörku. Norsku stelpurnar unnu 29-24 sigur á Frakklandi í fyrsta leik sem jafnframt var fyrsti keppnisleikurinn undir stjórn Þóris.

Það gekk ekkert alltof vel í byrjun leiksins en norska liðið endaði fyrri hálfleikinn vel og var 15-11 yfir í hálfleik. Linn Jørum Sulland var markahæst í norska liðinu með 8 mörk en hún er örvhent skytta sem spilar með Larvik.

Næsti leikur norska landsliðsins á mótinu er á móti Ungverjalandi í dag en fjórða liðið í riðlinum er síðan Þýskaland. Í hinum riðlinum leika síðan Svíþjóð, Rússland, Danmörk og Rúmenía.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×