Fótbolti

Hiddink: Bosingwa getur stoppað Lionel Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Bosingwa og Guus Hiddink, gantast á æfingu hjá Chelsea.
Jose Bosingwa og Guus Hiddink, gantast á æfingu hjá Chelsea. Mynd/GettyImages
Guus Hiddink, stjóri Chelsea, hefur ekki áhyggjur af því hvernig hans mönnum gangi að eiga við Argentínumanninn Lionel Messi sem hefur spilað frábærlega með Barcelona á tímabilinu. Barcelona og Chelsea mætast í kvöld í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Guus Hiddink ætlar að tefla fram Jose Bosingwa í vinstri bakverðinum en Ashley Cole tekur út leikbann í leiknum. Bosingwa er vanari því að spila sem hægri bakvörður.

„Ég hef fulla trú á Bosingwa skili þessi verkefni með glans. Við höfum fleiri möguleika í þessari stöðu en ef hann spilar vel þá ræður hann alveg við þetta verkefni," sagði Hiddink og hann ætlar að treysta á það að Bosingwa ráði við að stoppa Messi einn.

„Það gæti verið hættulegt að tvídekka Messi því þá getur opnast fyrir aðra frábæra leikmenn," sagði Hiddink sem er þá væntanlega að vísa til manna eins og Thierry Henry og Samuel Eto'o. „Það er mjög erfitt að stoppa þá og það hafa mög lið fengið að kynnast. Þeir eru með heimsklassa framlínu," sagði Hiddink en Messi, Henry og Eto'o hafa skorað fleiri mörk saman á tímabilinu (90) en allt Chelsea-liðið.

Hiddink er mjög hrifinn af Lionel Messi. „Hann er þrátt fyrir ungan aldur orðinn einn af bestu knattspyrnumönnum heims. Hann var mjög efnilegur og hefur á stuttum tíma fyllt upp í allar væntingar sem gerðar voru til hans. Ég er mjög hrifinn af því hvernig hann spilar, honum líður vel á stóra sviðinu og allt sem hann geri lítur út fyrir að vera mjög einfalt þá að það sé í raun mjög erfitt," sagði Hiddink.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×