Tom Brady var í fáranlega góðu formi með New England Patriots um helgina er liðið slátraði Tennessee Titans, 59-0.
Brady kastaði 6 sinnum fyrir snertimarki og þar af komu 5 snertimarkssendinganna í einum og sama leikhlutanum. Það er nýtt og glæsilegt met.
Má segja að þetta hafi verið frábær upphitun fyrir hinn árlega NFL-leik á Wembley sem fram fer um næstu helgi. Þar mætast Patriots og Tampa Bay Buccaneers.
Verður það væntanlega ekki mjög spennandi leikur þar sem Tampa hefur tapað sex leikjum í röð.
Deildin í vetur hefur annars verið mjög áhugaverð og má nefna að Minnesota Vikings, með hinn aldna Brett Favre sem leikstjórnanda, hefur unnið alla sex leiki sína tímabilinu.