Sölvi Geir Ottesen er með bestu meðaleinkunn allra leikmanna hjá danska blaðinu Ekstra Bladet þegar tímabilið í Danmörku er hálfnað.
Sölvi er með 3,93 í meðaleinkunn en hann segir í samtali við blaðið að sér komi þetta mikið á óvart en sé um leið mikill heiður fyrir sig.
„Ég geri ekki mörg mistök í vörninni," sagði Sölvi. „Í okkar leikjum er oft mikil pressa á varnarmönnum og því fá þeir ef til vill meiri athygli en aðrir," bætti hann við.
SönderjyskE er í níunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 22 stig eftir átján leiki.