Spánverjinn Rafael Nadal hefur enn ekki lent í teljandi vandræðum á opna ástralska og er kominn í fjórðu umferð. Í dag vann hann góðan sigur á Þjóðverjanum Tommy Haas 6-4, 6-2 og 6-2.
Nadal hefur verið í fínu formi á mótinu til þessa og mætir Chilemanninum Fernando Gonzalez í næstu umferð eftir að hann lagði Frakkann Richard Gasquet 6-3 6-3 6-7 2-6 10-12 í rosalegum slag.
Dagurinn var þó ekki ónýtur fyrir Frakka því Jo-Wilfred Tsonga sló Ísraelsmanninn Dudi Sela út og tryggði þrjá franska sigra í karlaflokknum.
Tsonga vann Sela 6-4 6-2 1-6 og 6-1 og landi hans Gael Monfils sló út Nicolas Almagro 6-4, 6-3 og 7-5.
Monfils mætir landa sínum Gilles Simon í næstu umferð, en sá bar sigurorð af Króatanum Mario Ancic 7-6 (7-2) 6-4 og 6-2.
Fernando Verdasco vann yfirburðasigur á Radek Stephanek 6-4, 6-0 og 6-0.
Verdasco mun mæta Bretanum Andy Murray í næstu umferð en Murray vann auðveldan sigur á Jurgen Melzer 7-6, 6-0 og 6-3.
James Blake sló út Igor Andreev í fjórum settum þar sem Bandaríkjamaðurinn sigraði 6-3 6-2 3-6 og 6-1 og mætir Tsonga í næstu umferð.