Skoða málsókn gegn fjármálaeftirlitinu 18. september 2009 05:30 Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, mun ásamt starfsfólki sínu funda með danska ríkisendurskoðandanum um störf Fjármálaeftirlitsins og hlutverk stjórnar og stjórnenda þess í næstu viku. Gera má ráð fyrir að Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, muni bera á góma. Danski ríkisendurskoðandinn kemur hingað til lands í næstu viku til að kynna rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem verður notuð sem grunnur að málsókn gegn stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Stjórn þess er sökuð um að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með Hróarskeldubanka sem varð gjaldþrota í fyrrasumar. Meðal hlutverka rannsóknarnefndar Alþingis er að leggja mat á hvernig staðið hefur verið að eftirliti með fjármálastarfsemi hér á landi á síðustu árum. „Við gerðum sambærilega rannsókn á fjármálaeftirlitinu íslenska og erum að fara að bera saman niðurstöður okkar og greiningar," segir Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsóknarnefndin meðal annars að skoða niðurstöðuna úr álagsprófum íslenska Fjármálaeftirlitsins frá því um miðjan ágúst í fyrra, hálfum öðrum mánuði fyrir hrunið. Samkvæmt prófinu var staða íslensku viðskiptabankanna sterk og þeir gátu staðið af sér töluverð áföll. Prófið miðaðist við stöðu bankanna í lok júní. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðandans í Danmörku gekk fjármálaeftirlitið þar í landi ekki nægilega hart fram í að fylgja eftir athugasemdum sem það hafði gert við starfsemi Roskilde Bank. Sem dæmi hafi eftirlitið krafist þess að bankinn uppfyllti ákveðnar skyldur um hlutfall eigin fjár vegna lánaáhættu árið 2006. Eftirlitið hafi síðan samþykkt skoðun á bankanum þótt hann hafi ekki náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar voru til hans. Slíkt hafi endurtekið sig árið 2007. Samkvæmt skýrslunni hefði verið hægt að spara skattgreiðendum milljarða danskra króna hefði bankanum verið lokað fyrr. Þá er einnig gagnrýnt í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið hafi rúmlega fjörutíu sinnum gert formlegar athugasemdir við starfsemi bankann án þess að fylgja því eftir. Í 27 skipti hafi um alvarlegar athugasemdir verið að ræða og í tvö skipti mjög alvarlegar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Danski ríkisendurskoðandinn kemur hingað til lands í næstu viku til að kynna rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem verður notuð sem grunnur að málsókn gegn stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Stjórn þess er sökuð um að hafa ekki haft nægilegt eftirlit með Hróarskeldubanka sem varð gjaldþrota í fyrrasumar. Meðal hlutverka rannsóknarnefndar Alþingis er að leggja mat á hvernig staðið hefur verið að eftirliti með fjármálastarfsemi hér á landi á síðustu árum. „Við gerðum sambærilega rannsókn á fjármálaeftirlitinu íslenska og erum að fara að bera saman niðurstöður okkar og greiningar," segir Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsóknarnefndin meðal annars að skoða niðurstöðuna úr álagsprófum íslenska Fjármálaeftirlitsins frá því um miðjan ágúst í fyrra, hálfum öðrum mánuði fyrir hrunið. Samkvæmt prófinu var staða íslensku viðskiptabankanna sterk og þeir gátu staðið af sér töluverð áföll. Prófið miðaðist við stöðu bankanna í lok júní. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðandans í Danmörku gekk fjármálaeftirlitið þar í landi ekki nægilega hart fram í að fylgja eftir athugasemdum sem það hafði gert við starfsemi Roskilde Bank. Sem dæmi hafi eftirlitið krafist þess að bankinn uppfyllti ákveðnar skyldur um hlutfall eigin fjár vegna lánaáhættu árið 2006. Eftirlitið hafi síðan samþykkt skoðun á bankanum þótt hann hafi ekki náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar voru til hans. Slíkt hafi endurtekið sig árið 2007. Samkvæmt skýrslunni hefði verið hægt að spara skattgreiðendum milljarða danskra króna hefði bankanum verið lokað fyrr. Þá er einnig gagnrýnt í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið hafi rúmlega fjörutíu sinnum gert formlegar athugasemdir við starfsemi bankann án þess að fylgja því eftir. Í 27 skipti hafi um alvarlegar athugasemdir verið að ræða og í tvö skipti mjög alvarlegar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira