Stjörnuliðin í NBA klár 30. janúar 2009 19:23 Shaquille O´Neal hefur verið áberandi í stjörnuleikjunum í NBA frá því hann kom inn í deildina árið 1992 NordicPhotos/GettyImages Nú er búið að velja úrvalslið austurs og vesturs fyrir stjörnuleikinn árlega í NBA deildinni sem fram fer í Phoenix þann 15. febrúar. Fyrir nokkrum dögum voru byrjunarliðin kynnt en þau eru valin eftir kosningu NBA aðdáenda um heim allan. Jafnan ríkir meiri eftirvænting þegar kemur að valinu á varamönnum stjörnuliðanna en þar eru það þjálfarar í deildinni sem sjá um valið. Það sem vakti mesta athygli að þessu sinni var að Shaquille O´Neal hjá Phoenix var valinn í stjörnuliðið í 15. sinn á ferlinum, en framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara - en hann hefur reyndar átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Framherjinn David West hjá New Orleans var nokkuð óvænt tekinn inn í liðið í stað Anthony, en hann er með öllu lakari tölfræði en á síðustu leiktíð. Spútniklið Orlando Magic fékk alls þrjá fulltrúa í lið austurstrandarinnar, þá Dwight Howard sem var í byrjunarliðinu og svo Jameer Nelson og Rashard Lewis. Meistarar Boston fá tvo fulltrúa í stjörnuleikinn að þessu sinni, þá Paul Pierce og Kevin Garnett, sem er í byrjunarliðinu. Chauncey Billups er eini fulltrúi Denver Nuggets í leiknum en hann hefur átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Kobe Bryant og Paul Gasol eru fulltrúar LA Lakers í leiknum. Nokkrir sterkir leikmenn þurftu að bíta í það súra epli að fá ekki að taka þátt í stjörnuleiknum að þessu sinni. Hér er bæði um að ræða menn sem hafa verið fastagestir í leiknum undanfarin ár eins og Steve Nash hjá Phoenix og Vince Carter hjá New Jersey. Ekkert pláss var fyrir þá Rajon Rondo og Ray Allen hjá meisturum Boston og heldur ekki Al Jefferson hjá Minnesota, Deron Williams hjá Utah Jazz, Mo Williams hjá Cleveland og Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic. Vesturliðið: G Chris Paul, NO* G Kobe Bryant, LAL* F Tim Duncan, SA* F Amare Stoudemire, PHO* C Yao Ming, HOU* F Dirk Nowitzki, DAL F Pau Gasol, LAL G Chauncey Billups, DEN G Tony Parker, SA G Brandon Roy, POR C Shaquille O'Neal, PHO F David West, NOAusturliðið: G Dwyane Wade, MIA* G Allen Iverson, DET* F Dwight Howard, ORL* F LeBron James, CLE* C Kevin Garnett, BOS* F Paul Pierce, BOS C Chris Bosh, TOR G Joe Johnson, ATL F Danny Granger, IND G Devin Harris, NJ F Rashard Lewis, ORL G Jameer Nelson, ORL *- Byrjunarliðsmaður G- Bakvörður F- Framherji C- Miðherji NBA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Nú er búið að velja úrvalslið austurs og vesturs fyrir stjörnuleikinn árlega í NBA deildinni sem fram fer í Phoenix þann 15. febrúar. Fyrir nokkrum dögum voru byrjunarliðin kynnt en þau eru valin eftir kosningu NBA aðdáenda um heim allan. Jafnan ríkir meiri eftirvænting þegar kemur að valinu á varamönnum stjörnuliðanna en þar eru það þjálfarar í deildinni sem sjá um valið. Það sem vakti mesta athygli að þessu sinni var að Shaquille O´Neal hjá Phoenix var valinn í stjörnuliðið í 15. sinn á ferlinum, en framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver hlaut ekki náð fyrir augum þjálfara - en hann hefur reyndar átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Framherjinn David West hjá New Orleans var nokkuð óvænt tekinn inn í liðið í stað Anthony, en hann er með öllu lakari tölfræði en á síðustu leiktíð. Spútniklið Orlando Magic fékk alls þrjá fulltrúa í lið austurstrandarinnar, þá Dwight Howard sem var í byrjunarliðinu og svo Jameer Nelson og Rashard Lewis. Meistarar Boston fá tvo fulltrúa í stjörnuleikinn að þessu sinni, þá Paul Pierce og Kevin Garnett, sem er í byrjunarliðinu. Chauncey Billups er eini fulltrúi Denver Nuggets í leiknum en hann hefur átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í vetur. Kobe Bryant og Paul Gasol eru fulltrúar LA Lakers í leiknum. Nokkrir sterkir leikmenn þurftu að bíta í það súra epli að fá ekki að taka þátt í stjörnuleiknum að þessu sinni. Hér er bæði um að ræða menn sem hafa verið fastagestir í leiknum undanfarin ár eins og Steve Nash hjá Phoenix og Vince Carter hjá New Jersey. Ekkert pláss var fyrir þá Rajon Rondo og Ray Allen hjá meisturum Boston og heldur ekki Al Jefferson hjá Minnesota, Deron Williams hjá Utah Jazz, Mo Williams hjá Cleveland og Hedo Turkoglu hjá Orlando Magic. Vesturliðið: G Chris Paul, NO* G Kobe Bryant, LAL* F Tim Duncan, SA* F Amare Stoudemire, PHO* C Yao Ming, HOU* F Dirk Nowitzki, DAL F Pau Gasol, LAL G Chauncey Billups, DEN G Tony Parker, SA G Brandon Roy, POR C Shaquille O'Neal, PHO F David West, NOAusturliðið: G Dwyane Wade, MIA* G Allen Iverson, DET* F Dwight Howard, ORL* F LeBron James, CLE* C Kevin Garnett, BOS* F Paul Pierce, BOS C Chris Bosh, TOR G Joe Johnson, ATL F Danny Granger, IND G Devin Harris, NJ F Rashard Lewis, ORL G Jameer Nelson, ORL *- Byrjunarliðsmaður G- Bakvörður F- Framherji C- Miðherji
NBA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira