AC Milan vann í kvöld 1-0 sigur á Fiorentina með marki Pato í upphafi leiksins. Brasilíumaðurinn Kaka og David Beckham voru báðir í byrjunarliði Milan.
Stuðningsmenn Milan sungu söngva allan leikinn til heiðurs Kaka sem er sagður á leið til Manchester City fyrir 107 milljónir punda.
Kaka spilaði allan leikinn en Beckham fór út af á 81. mínútu. Ronaldinho kom inn á sem varamaður í leiknum.
Milan er í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig, sex stigum á eftir toppliði Inter sem á leik til góða. Fiorentina er í sjötta sæti með 32 stig.
Kaka og Beckham spiluðu í sigri Milan
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
