Stefnt að því að rjúfa þing í dag eða á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2009 12:21 Stjórnarskipunarfrumvarpið var kallað inn í nefnd á Alþingi í nótt þótt annarri umræðu um málið væri ekki lokið, til að freista þess að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokinn um afgreiðslu málsins. Átján mál eru á málaskrá þingsins í dag, sem forseti Alþingis vonast til að hægt verði að afgreiða sem lög áður en dagurinn er liðinn. Fundir stóðu yfir á Alþingi til klukkan rúmlega tvö í nótt þar sem rætt var um stjórnlagafrumvarpið. Sjálfstæðismenn héldu áfram ræðuhöldum þrátt fyrir að Framsóknarmenn hefðu fallið frá ákvæði um stjórnlagaþing, en Sjálfstæðismenn hafa helst gagnrýnt þann hluta frumvarpsins. Lúðvík Bergvinsson varaformaður sérnefndar um stjórnarskrármálið kallaði málið til nefndar þótt umræðu væri ekki lokið. Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis segist reikna með að það hafi Lúðvík gert vegna þess að hann teldi einhvern möguleika á samkomulagi um afgreiðslu málsins. Þingmenn, að mestu Sjálfstæðisþingmenn, hafa rætt stjórnlagafrumvarpið í um 45 klukkustundir og að auki hafa verið gerðar um sex hundruð athugasemdir í umræðunni sem tekið hafa um 14 klukkustundir. Á dagskrá Alþingis í dag að loknum umræðum um störf þingsins, eru átján lagafrumvörp, þar af átta í þriðju umræðu en hin eru öll í annarri umræðu fyrir utan frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar sem enn er í fyrstu umræðu. Forseti Alþingis vonast til að hægt verði að afgreiða öll þessi frumvörp sem lög frá Alþingi í dag eða í kvöld, þannig að jafnvel verði hægt að rjúfa þing í dag, eða í síðasta lagi um hádegi á morgun. Það veltur þó á hvað kemur út úr nefndarstörfum varðandi stjórnlagafrumvarpið. En í gær leit út fyrir að Sjálfstæðismenn vildu einnig fella út úr stjórnlagafrumvarpinu ákvæði um þjóðareign á auðlindum og ákvæði um möguleika almennings til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Þetta kemur væntanlega í ljós um hádegisbilið, þegar forseti fundar með formönnum þingflokka og niðurstaða hefur fengist í nefndarstörfum. Kosningar 2009 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Stjórnarskipunarfrumvarpið var kallað inn í nefnd á Alþingi í nótt þótt annarri umræðu um málið væri ekki lokið, til að freista þess að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokinn um afgreiðslu málsins. Átján mál eru á málaskrá þingsins í dag, sem forseti Alþingis vonast til að hægt verði að afgreiða sem lög áður en dagurinn er liðinn. Fundir stóðu yfir á Alþingi til klukkan rúmlega tvö í nótt þar sem rætt var um stjórnlagafrumvarpið. Sjálfstæðismenn héldu áfram ræðuhöldum þrátt fyrir að Framsóknarmenn hefðu fallið frá ákvæði um stjórnlagaþing, en Sjálfstæðismenn hafa helst gagnrýnt þann hluta frumvarpsins. Lúðvík Bergvinsson varaformaður sérnefndar um stjórnarskrármálið kallaði málið til nefndar þótt umræðu væri ekki lokið. Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis segist reikna með að það hafi Lúðvík gert vegna þess að hann teldi einhvern möguleika á samkomulagi um afgreiðslu málsins. Þingmenn, að mestu Sjálfstæðisþingmenn, hafa rætt stjórnlagafrumvarpið í um 45 klukkustundir og að auki hafa verið gerðar um sex hundruð athugasemdir í umræðunni sem tekið hafa um 14 klukkustundir. Á dagskrá Alþingis í dag að loknum umræðum um störf þingsins, eru átján lagafrumvörp, þar af átta í þriðju umræðu en hin eru öll í annarri umræðu fyrir utan frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar sem enn er í fyrstu umræðu. Forseti Alþingis vonast til að hægt verði að afgreiða öll þessi frumvörp sem lög frá Alþingi í dag eða í kvöld, þannig að jafnvel verði hægt að rjúfa þing í dag, eða í síðasta lagi um hádegi á morgun. Það veltur þó á hvað kemur út úr nefndarstörfum varðandi stjórnlagafrumvarpið. En í gær leit út fyrir að Sjálfstæðismenn vildu einnig fella út úr stjórnlagafrumvarpinu ákvæði um þjóðareign á auðlindum og ákvæði um möguleika almennings til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Þetta kemur væntanlega í ljós um hádegisbilið, þegar forseti fundar með formönnum þingflokka og niðurstaða hefur fengist í nefndarstörfum.
Kosningar 2009 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent