Staða efnahagsmála verri en talið var 7. apríl 2009 08:45 Rólegt Umsvif á hafnarbakkanum eru nú minni en oft áður, enda hefur innflutningur dregist verulega saman. En útflutningsatvinnuvegirnir eiga líka undir högg að sækja sökum lækkandi söluverðs. Fréttablaðið/GVA Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar voru verri á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans 19. mars en við stýrivaxtaákvörðun 29. janúar. Þetta má lesa úr fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, frá 17. og 18. mars. Þar er gerð grein fyrir ákvörðunum nefndarinnar um eins prósentustigs lækkun stýrivaxta 19. mars og forsendum þeirra. Um miðjan mars var eftirspurn í heiminum orðin minni en gert hafði verið ráð fyrir, efnahagskreppan hafði dýpkað á heimsvísu og vaxtarhorfur helstu viðskiptalanda Íslendinga versnað. Áhrif þessa komu fram í lægra verði fyrir helstu útflutningsafurðir. Í fundargerðinni segir að spáð sé að verð á áli fyrir árið 2009 verði um átta prósentum lægra en áætlað var í janúar. Þá sýni ný gögn um sjávarútveginn að spáin í janúar hafi byggt á of mikilli bjartsýni. Fiskverð hafi lækkað um fjögur prósent milli mánaða í janúar og hafi haldið áfram að lækka í febrúar og mars. Endurskipulagning innlenda bankakerfisins gekk hægar en ætlað var samkvæmt fundargerðinni. Útlán innlánsstofnana frá bankahruninu hafi verið nánast engin. Þá hafi gengi krónunnar veikst, eftir hækkun í byrjun ársins. Í fundargerðinni kemur fram að þjóðarbúskapurinn aðlagist hratt, sem endurspegli sveigjanleika hans. Verðbólguþrýstingur muni óðum hverfa og verðlag verða stöðugt á meðan gengið helst tiltölulega stöðugt. Peningastefnunefndin var sammála um að við núverandi aðstæður væri mikilvægast að tryggja gengisstöðugleika. Því var tekin ákvörðun um hóflega lækkun stýrivaxta, úr átján prósentum í sautján. Það hafi verið viðeigandi með hliðsjón af hugsanlegum neikvæðum áhrifum af slökun peningastefnu á stöðugleika krónunnar. Birting fundargerða í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar er nýmæli. Í nýjum lögum um Seðlabankann frá því í febrúar er kveðið á um að þær skuli birta tveimur vikum eftir hverja ákvörðun. Í peningastefnunefnd Seðlabankans sitja Þórarinn G. Pétursson, starfandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, Svein Harald Øygard seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Að líkindum funda þeir nú stíft, enda viðbótarvaxtaákvörðunardagur á morgun. holmfridur@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar voru verri á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans 19. mars en við stýrivaxtaákvörðun 29. janúar. Þetta má lesa úr fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, frá 17. og 18. mars. Þar er gerð grein fyrir ákvörðunum nefndarinnar um eins prósentustigs lækkun stýrivaxta 19. mars og forsendum þeirra. Um miðjan mars var eftirspurn í heiminum orðin minni en gert hafði verið ráð fyrir, efnahagskreppan hafði dýpkað á heimsvísu og vaxtarhorfur helstu viðskiptalanda Íslendinga versnað. Áhrif þessa komu fram í lægra verði fyrir helstu útflutningsafurðir. Í fundargerðinni segir að spáð sé að verð á áli fyrir árið 2009 verði um átta prósentum lægra en áætlað var í janúar. Þá sýni ný gögn um sjávarútveginn að spáin í janúar hafi byggt á of mikilli bjartsýni. Fiskverð hafi lækkað um fjögur prósent milli mánaða í janúar og hafi haldið áfram að lækka í febrúar og mars. Endurskipulagning innlenda bankakerfisins gekk hægar en ætlað var samkvæmt fundargerðinni. Útlán innlánsstofnana frá bankahruninu hafi verið nánast engin. Þá hafi gengi krónunnar veikst, eftir hækkun í byrjun ársins. Í fundargerðinni kemur fram að þjóðarbúskapurinn aðlagist hratt, sem endurspegli sveigjanleika hans. Verðbólguþrýstingur muni óðum hverfa og verðlag verða stöðugt á meðan gengið helst tiltölulega stöðugt. Peningastefnunefndin var sammála um að við núverandi aðstæður væri mikilvægast að tryggja gengisstöðugleika. Því var tekin ákvörðun um hóflega lækkun stýrivaxta, úr átján prósentum í sautján. Það hafi verið viðeigandi með hliðsjón af hugsanlegum neikvæðum áhrifum af slökun peningastefnu á stöðugleika krónunnar. Birting fundargerða í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar er nýmæli. Í nýjum lögum um Seðlabankann frá því í febrúar er kveðið á um að þær skuli birta tveimur vikum eftir hverja ákvörðun. Í peningastefnunefnd Seðlabankans sitja Þórarinn G. Pétursson, starfandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, Svein Harald Øygard seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Að líkindum funda þeir nú stíft, enda viðbótarvaxtaákvörðunardagur á morgun. holmfridur@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent