Reggina mátti þola stórt tap, 5-0, fyrir Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Emil Hallfreðsson var í leikmannahópi Reggina en kom ekki við sögu í leiknum.
Reggina missti mann af velli með rautt spjald á nítjándu mínútu og var þá staðan þegar orðin 1-0 fyrir Sampdoria.
Liðið er því enn í botnsæti deildarinnar þegar það á þrjá leiki eftir á tímabilinu. Liðið er þó ekki nema þremur stigum frá öruggu sæti og á því enn möguleika á að bjarga sæti sínu í deildinni.
