Sjóræningjar setja upp kauphöll til að fjármagna aðgerðir 1. desember 2009 14:31 Sómalskir sjóræningjar hafa komið á fót „kauphöll" í aðalbækistöðvum sínum, bænum Haradheere, þannig að áhugasamir fjárfestar eigi þess kost að fjármagna aðgerðir þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Reuters um málið segir að þetta sé eins og þegar kauphallarmarkaður og skipulögð glæpastarfsemi fari saman í eina sæng.Sjóræningjarnir hafa herjað á hafsvæðinu út af Horni Afríku, það er á Aden flóanum og Indlandshafi og hafa grætt tugi milljóna dollara á ránum sínum. Vera herskipaflota á þessum slóðum hefur haft það eitt í för með sér að sjóræningjarnir sækja lengra á haf út.Það er eftir töluverðu að slægjast segir í umfjöllun Reuters og áhugasamir fjárfestar frá öðrum hlutum Sómalíu og öðrum þjóðum hafa nú sett upp skipulagaðan markað til að annast fjármál sín.Einn auðugur fyrrum sjóræningi, Mohammed að nafni, fór með fréttamanni Reuters í skoðunarferð um markaðinn og lét þess getið í leiðinni að það væri nauðsynlegt að hafa stuðning staðarbúa fyrir aðgerðum sjóræningjanna.„Við settum þennan markað upp fyrir fjórum mánuðum síðan þegar monsúnrigningarnar stóðu yfir," segir Mohammed. „Við byrjuðum með 15 „skipafélög" en nú eru þau orðin 72 talsins. Tíu þeirra hafa þegar skilað hagnaði."Mohammed segir ennfremur að hver sem vill geti keypt hluti í þessum „skipafélögum" og arður sé greiddur eftir árangrinum á hafi úti. Markaðurinn er opinn 24 tíma á sólarhring.Haradheere, sem liggur 400 km norður af Mogadishu, var áður fyrr lítið og rólegt sjávarþorp en núna er vart þverfótað þar fyrir lúxusjeppum sem stífla allar götur.„Viðskipti tengd sjóránum eru nú orðin aðalatvinnuvegur þorpsbúa og bæjaryfirvöld fá sinn hluta af kökunni úr hverju velheppnuðu sjóráni," segir Mohamed Adam yfirmaður öryggismála í þorpinu.Stjórnvöld geta lítið gert við ástandinu enda í harðri baráttu við íslamska uppreisnarmenn. Það er varla að stjórnvöld ráði meiru en nokkrum götum í Mogadishu, höfuðborg landsins. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sómalskir sjóræningjar hafa komið á fót „kauphöll" í aðalbækistöðvum sínum, bænum Haradheere, þannig að áhugasamir fjárfestar eigi þess kost að fjármagna aðgerðir þeirra. Í ítarlegri umfjöllun Reuters um málið segir að þetta sé eins og þegar kauphallarmarkaður og skipulögð glæpastarfsemi fari saman í eina sæng.Sjóræningjarnir hafa herjað á hafsvæðinu út af Horni Afríku, það er á Aden flóanum og Indlandshafi og hafa grætt tugi milljóna dollara á ránum sínum. Vera herskipaflota á þessum slóðum hefur haft það eitt í för með sér að sjóræningjarnir sækja lengra á haf út.Það er eftir töluverðu að slægjast segir í umfjöllun Reuters og áhugasamir fjárfestar frá öðrum hlutum Sómalíu og öðrum þjóðum hafa nú sett upp skipulagaðan markað til að annast fjármál sín.Einn auðugur fyrrum sjóræningi, Mohammed að nafni, fór með fréttamanni Reuters í skoðunarferð um markaðinn og lét þess getið í leiðinni að það væri nauðsynlegt að hafa stuðning staðarbúa fyrir aðgerðum sjóræningjanna.„Við settum þennan markað upp fyrir fjórum mánuðum síðan þegar monsúnrigningarnar stóðu yfir," segir Mohammed. „Við byrjuðum með 15 „skipafélög" en nú eru þau orðin 72 talsins. Tíu þeirra hafa þegar skilað hagnaði."Mohammed segir ennfremur að hver sem vill geti keypt hluti í þessum „skipafélögum" og arður sé greiddur eftir árangrinum á hafi úti. Markaðurinn er opinn 24 tíma á sólarhring.Haradheere, sem liggur 400 km norður af Mogadishu, var áður fyrr lítið og rólegt sjávarþorp en núna er vart þverfótað þar fyrir lúxusjeppum sem stífla allar götur.„Viðskipti tengd sjóránum eru nú orðin aðalatvinnuvegur þorpsbúa og bæjaryfirvöld fá sinn hluta af kökunni úr hverju velheppnuðu sjóráni," segir Mohamed Adam yfirmaður öryggismála í þorpinu.Stjórnvöld geta lítið gert við ástandinu enda í harðri baráttu við íslamska uppreisnarmenn. Það er varla að stjórnvöld ráði meiru en nokkrum götum í Mogadishu, höfuðborg landsins.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira