Íslenska landsliðið stökk upp um tvö sæti á nýjum styrkleikalista FIFA í dag. Fór landsliðið úr 94. sæti í sæti númer 92. Albanía er í sætinu fyrir ofan Ísland og Katar í sætinu fyrir aftan.
Aðrar "nágrannaþjóðir" á listanum eru Benin, Rúwanda, Zambía og Grænhöfðaeyjar.
Spánverjar eru sem fyrr í efsta sæti listans og andstæðingar Íslands um næstu helgi, Holland, er komið í annað sæti listans á kostnað Þjóðverja sem féllu í þriðja sætið.
Ítalía er í fjórða sæti og Brasilía í því fimmta. Englendingar stökkva upp um eitt sæti og eru í sjötta sæti.