Framtíðin Þorsteinn Pálsson skrifar 24. október 2009 06:00 Þótt hugmyndafræðilegur ágreiningur sé í reynd minni en látið er í veðri vaka er hann eigi að síður til staðar. Hann kemur til að mynda fram í ólíkum hugmyndum til stóriðju. Þar greinir menn á um náttúruvernd en þó öllu meir um hlutverk erlendra fjárfesta í íslenskum þjóðarbúskap. Sú ólýðræðislega staða er uppi á teningnum að VG er eins og Þrándur í Götu þess að vilji meirihluta Alþingis fái notið sín á þessu sviði. Það gæti dregið endurreisnina á langinn. Þjóðin er að tapa á því að breiðara pólitískt samstarf fær ekki notið sín á þessu sviði. Annað dæmi um hugmyndafræðilegan ágreining lýtur að skattamálum. Þar ræður hugmyndafræði VG ferðinni. Hún mun leiða til þess að óhjákvæmileg ný tekjuöflun mun draga úr verðmætasköpun og hagvexti. Vera má að þarna endurspeglist fremur gamlar kreddur en bjargföst hugmyndafræði. Einu gildir. Þessi veruleiki seinkar endurbata í þjóðarbúskapnum og veikir vörnina fyrir norræna velferðarkerfið. Af þessu má draga lærdóm. Hann er fyrst og fremst sá að óskynsamlegt er að ala á hugmyndafræðilegum ágreiningi sem er ekki til staðar í þeim mæli sem haldið er fram. Að þessu þurfa forystumenn beggja megin víglínunnar að gæta. Sundurlyndið er skaðlegt við ríkjandi aðstæður. Kjarni málsins er sá að hugmyndafræðilegar forsendur eru fyrir breiðari pólitískri samvinnu. Hún mun skila meiri árangri. Hugmyndafræði framtíðarinnar er mikilvægari en skotgrafir fortíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Tengdar fréttir Samstarf foreldra og skóla skilar árangri Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. 24. október 2009 06:00 Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Þótt hugmyndafræðilegur ágreiningur sé í reynd minni en látið er í veðri vaka er hann eigi að síður til staðar. Hann kemur til að mynda fram í ólíkum hugmyndum til stóriðju. Þar greinir menn á um náttúruvernd en þó öllu meir um hlutverk erlendra fjárfesta í íslenskum þjóðarbúskap. Sú ólýðræðislega staða er uppi á teningnum að VG er eins og Þrándur í Götu þess að vilji meirihluta Alþingis fái notið sín á þessu sviði. Það gæti dregið endurreisnina á langinn. Þjóðin er að tapa á því að breiðara pólitískt samstarf fær ekki notið sín á þessu sviði. Annað dæmi um hugmyndafræðilegan ágreining lýtur að skattamálum. Þar ræður hugmyndafræði VG ferðinni. Hún mun leiða til þess að óhjákvæmileg ný tekjuöflun mun draga úr verðmætasköpun og hagvexti. Vera má að þarna endurspeglist fremur gamlar kreddur en bjargföst hugmyndafræði. Einu gildir. Þessi veruleiki seinkar endurbata í þjóðarbúskapnum og veikir vörnina fyrir norræna velferðarkerfið. Af þessu má draga lærdóm. Hann er fyrst og fremst sá að óskynsamlegt er að ala á hugmyndafræðilegum ágreiningi sem er ekki til staðar í þeim mæli sem haldið er fram. Að þessu þurfa forystumenn beggja megin víglínunnar að gæta. Sundurlyndið er skaðlegt við ríkjandi aðstæður. Kjarni málsins er sá að hugmyndafræðilegar forsendur eru fyrir breiðari pólitískri samvinnu. Hún mun skila meiri árangri. Hugmyndafræði framtíðarinnar er mikilvægari en skotgrafir fortíðarinnar.
Samstarf foreldra og skóla skilar árangri Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. 24. október 2009 06:00
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar