Vita hvað þarf til að landa titlum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 28. apríl 2009 22:07 Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Anton Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður eftir frábæran sigur á Fram, 38-31, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna. „Frábær sóknarleikur! Það hefur verið hikst á honum í vetur en við skoruðum flott mörk í dag og það var gaman að sjá hvernig liðið blómstraði. Við fengum mörg mörk á okkur en við vorum einbeittar í kvöld. Þetta lið er tilbúið til að vinna titla og veit hvað þarf til að vinna titla. Þær voru tilbúnar í þetta fyrsta skref," sagði Atli eftir leik. „Ég er mjög ánægður með hugarfarið. Það var hættulegt að fara með sex mörk inn hálfleik og við vissum af því að þær unnu upp svipað forskot í einvíginu gegn Haukum. Við vorum klárar á því að fyrstu 10 mínúturnar gætu ráðið úrslitum og þá fórum við sjö mörk yfir. Það gerði útslagið." Stjarnan lék án markvarðar síns, Florentinu Stanciu, sem tók út leikbann og var Atli mjög ánægður hvernig stelpurnar tóku við hennar hlutverki í leiknum. „Það er ekki bara að Florentina sé frábær markvörður. Hún er mikil peppari, frábær liðsmaður og fær áhorfendur í lið með sér. Það var mjög mikilvægt að allar hinar í liðinu myndu taka við hlutverki hennar, ekki bara Sólveig í markinu. Það verður gaman að fá hana aftur inn á föstudaginn og nú veit ég að ég get treyst Sólveigu betur en ég hef kannski gert," sagði Atli með bros á vör. Aðeins fjórir leikmenn Stjörnunnar áttu skot á markið í fyrri hálfleik en Atli segist ekki óttast að lítil breidd komi niður á liðinu er líður á úrslitaeinvígið. „Ég hef verið harðlega gagnrýndur fyrir að skipta lítið en þær eru í fínu standi og engin meidd. Þær hafa líka gaman að þessu en ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að skipta meira en eins og staðan er núna þá spilast þetta vel fyrir okkur en auðvitað er þetta brothætt," sagði Atli að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður eftir frábæran sigur á Fram, 38-31, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna. „Frábær sóknarleikur! Það hefur verið hikst á honum í vetur en við skoruðum flott mörk í dag og það var gaman að sjá hvernig liðið blómstraði. Við fengum mörg mörk á okkur en við vorum einbeittar í kvöld. Þetta lið er tilbúið til að vinna titla og veit hvað þarf til að vinna titla. Þær voru tilbúnar í þetta fyrsta skref," sagði Atli eftir leik. „Ég er mjög ánægður með hugarfarið. Það var hættulegt að fara með sex mörk inn hálfleik og við vissum af því að þær unnu upp svipað forskot í einvíginu gegn Haukum. Við vorum klárar á því að fyrstu 10 mínúturnar gætu ráðið úrslitum og þá fórum við sjö mörk yfir. Það gerði útslagið." Stjarnan lék án markvarðar síns, Florentinu Stanciu, sem tók út leikbann og var Atli mjög ánægður hvernig stelpurnar tóku við hennar hlutverki í leiknum. „Það er ekki bara að Florentina sé frábær markvörður. Hún er mikil peppari, frábær liðsmaður og fær áhorfendur í lið með sér. Það var mjög mikilvægt að allar hinar í liðinu myndu taka við hlutverki hennar, ekki bara Sólveig í markinu. Það verður gaman að fá hana aftur inn á föstudaginn og nú veit ég að ég get treyst Sólveigu betur en ég hef kannski gert," sagði Atli með bros á vör. Aðeins fjórir leikmenn Stjörnunnar áttu skot á markið í fyrri hálfleik en Atli segist ekki óttast að lítil breidd komi niður á liðinu er líður á úrslitaeinvígið. „Ég hef verið harðlega gagnrýndur fyrir að skipta lítið en þær eru í fínu standi og engin meidd. Þær hafa líka gaman að þessu en ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að skipta meira en eins og staðan er núna þá spilast þetta vel fyrir okkur en auðvitað er þetta brothætt," sagði Atli að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira