NBA í nótt: Anthony með 38 stig í sigri Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2009 09:08 Carmelo Anthony í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images Carmelo Anthony fór á kostum í sigri Denver á Portland í NBA-deildinni í nótt, 106-90, eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Leikbannið fékk hann fyrir að neita að koma af velli þegar honum var skipt út af í leik um síðustu helgi. Hann passaði sig á því nú að endurtaka ekki þann leik og bókstaflega hljóp af velli þegar honum var skipt út af. „Ég er búinn að læra mína lexíu," sagði Anthony sem var reyndar ekki sáttur við að hafa misst af síðasta leik þar sem Denver tapaði fyrir Detroit á útivelli. Þegar skiptingin kom í nótt klöppuðu áhorfendur og George Karl, þjálfari Denver, brosti út í annað. „Mér fannst þetta nokkuð fyndið," sagði Karl. Myndbandsupptöku af atvikinu má sjá hér. Brandon Roy var með 22 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldrige nítján en sigur Denver var nokkuð öruggur. Í hinum leik næturinnar vann New Orleans sigur á Dallas, 104-88. Chris Paul fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 27 stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Áhorfendur og aðrir leikmenn trúðu svo varla eigin augum þegar hann rak boltann í gegnum fætur Jason Terry á fullri ferð áður en hann gaf boltann á Rasual Butler sem skoraði með troðslu, eins og sjá má hér. „Ótrúlegt. Þetta er eitthvað það allra flottasta sem ég hef séð á ævi minni og hann gerði þetta gegn NBA-leikmanni. Ég var á miðjum vellinum og bara stoppaði. Ég gat ekki klárað sóknina því ég hafði aldrei séð annað eins," sagði Tyson Chandler, liðsfélagi Paul. „Ég þurfti að hugsa fljótt," sagði Paul um atvikið. „Það var annað hvort að hlaupa í gegnum hann eða að kasta boltanum á milli fótanna hans og ná honum svo hinum megin. Ég hef gert þetta á æfingum áður og þetta var það eina sem mér datt í hug með svo skömmum fyrirvara." David West skoraði nítján stig og Butler átján. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og Jason Kidd þrettán. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Carmelo Anthony fór á kostum í sigri Denver á Portland í NBA-deildinni í nótt, 106-90, eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Leikbannið fékk hann fyrir að neita að koma af velli þegar honum var skipt út af í leik um síðustu helgi. Hann passaði sig á því nú að endurtaka ekki þann leik og bókstaflega hljóp af velli þegar honum var skipt út af. „Ég er búinn að læra mína lexíu," sagði Anthony sem var reyndar ekki sáttur við að hafa misst af síðasta leik þar sem Denver tapaði fyrir Detroit á útivelli. Þegar skiptingin kom í nótt klöppuðu áhorfendur og George Karl, þjálfari Denver, brosti út í annað. „Mér fannst þetta nokkuð fyndið," sagði Karl. Myndbandsupptöku af atvikinu má sjá hér. Brandon Roy var með 22 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldrige nítján en sigur Denver var nokkuð öruggur. Í hinum leik næturinnar vann New Orleans sigur á Dallas, 104-88. Chris Paul fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 27 stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Áhorfendur og aðrir leikmenn trúðu svo varla eigin augum þegar hann rak boltann í gegnum fætur Jason Terry á fullri ferð áður en hann gaf boltann á Rasual Butler sem skoraði með troðslu, eins og sjá má hér. „Ótrúlegt. Þetta er eitthvað það allra flottasta sem ég hef séð á ævi minni og hann gerði þetta gegn NBA-leikmanni. Ég var á miðjum vellinum og bara stoppaði. Ég gat ekki klárað sóknina því ég hafði aldrei séð annað eins," sagði Tyson Chandler, liðsfélagi Paul. „Ég þurfti að hugsa fljótt," sagði Paul um atvikið. „Það var annað hvort að hlaupa í gegnum hann eða að kasta boltanum á milli fótanna hans og ná honum svo hinum megin. Ég hef gert þetta á æfingum áður og þetta var það eina sem mér datt í hug með svo skömmum fyrirvara." David West skoraði nítján stig og Butler átján. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og Jason Kidd þrettán.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira