Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal hefur sent andstæðingum sínum skýr skilaboð um að hann verði ekki auðveldur viðureignar á opna ástralska meistaramótinu.
Nadal spilaði eins og engill þegar hann rúllaði yfir Króatann Roko Karanusic í annari umferðinni 6-2, 6-3 og 6-2, en sá spænski var ekki nema 97 mínútur að klára dæmið.
Nadal er í efsta sæti heimslistans en hefur ekki náð sér á strik á opna ástralska til þessa þar sem besti árangur hans er undanúrslitasæti í fyrra.