Handbolti

Ólafur kominn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson fær tækifæri til að vinna Meistaradeildina í fimmta sinn á ferlinum.
Ólafur Stefánsson fær tækifæri til að vinna Meistaradeildina í fimmta sinn á ferlinum. Mynd/Vilhelm

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real tryggðu sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta eftir 31-29 sigur á HSV Hamburg í seinni undanúrslitaleik liðanna í Quijote-höllinni í Ciudad Real. Ciudad vann 63-60 samanlagt.

Ciudad Real vann fyrri leikinn 30-29 í Þýskalandi en staðan var 15-15 í hálfleik í leiknum í dag. Ciudad mætir Kiel í úrslitaleiknum alveg eins og í fyrra þegar spænska liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með glæsilegum sigri á útivelli.

Ólafur Stefánsson skoraði fimm mörk fyrir Ciudad Real í leiknum en hann er nú kominn í úrslit Meistaradeildarinnar í fjórða sinn á ferlinum. Hann varð meistari með SC Magdeburg 2002 og með Ciudad Real 2006 og 2008.

Ólafur mætir lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Kiel í úrslitaleikjunum. Fyrri leikurinn fer fram í Kiel 23. eða 24. maí en sá síðari fer fram á Spáni 30. eða 31. maí. Þar ræðst það hvort Ólafur nær að vinna Meistaradeildina í fimmta sinn sem leikmaður eða hvort Alfreð nær að vinna hana í annað sinn sem þjálfari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×