Vinstri-, jafnréttis- og ESB-sigur Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 27. apríl 2009 06:00 Vinstri sveiflan á laugardag kom ekki á óvart, þó hún væri aðeins minni en spár gerðu ráð fyrir. Það sem einna helst kom á óvart var hve sterkur Framsóknarflokkurinn var þrátt fyrir allt. Sá flokkur klárlega sigraði skoðanakannanirnar, þó hann hafi ekki átt stærsta kosningasigurinn. Útreið Sjálfstæðisflokksins kom ekki heldur á óvart og strax í gærmorgun fóru þingmenn flokksins og stuðningsmenn að efast um stefnu hans í aðdraganda þessara kosninga, sérstaklega hvað varðar Evrópusambandið og evruna. Jafnvel Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, var á efasemdalínunni í gærmorgun. Það hlýtur að vera ómögulegt að vinna kosningar á stefnu sem frambjóðendur hafa ekki trú á. Hvar svo sem fólk staðsetur sig í stjórnmálum, þá er það söguleg stund að hægt sé að mynda hér tveggja flokka stjórn án atbeina Sjálfstæðisflokksins og að slík ríkisstjórn geti verið vinstri stjórn. Annar sigur sem unninn var á laugardag var jafnréttissigurinn. Aldrei áður hafa konur verið jafn margar á Alþingi, 43 prósent. Þessi jafnréttissigur er reyndar tengdur vinstri sigrinum, þar sem Samfylking og Vinstri græn hafa lagt frekari áherslur á fléttulista og jafna stöðu karla og kvenna á listum sínum. Enda er jafnt hlutfall kvenna og karla í þingflokki þeirra auk þingflokks Borgarahreyfingarinnar. Til að sigurinn verði varanlegur þarf að gæta að því að hlutfallið fari ekki aftur niður í um 30 prósent. Slíkt gerist með því að verja jafnréttið heima í flokkunum, í uppstillingunum á listum. Þennan sigur þarf einnig að verja með því að gæta að jafnrétti í skipan ráðherraembætta. Ef núverandi meirihluti heldur áfram samstarfi væri annað óverjandi. Þriðji sigurinn er sigur Evrópusambandssinna. Það er sögulegt að nú sé meirihluti á Alþingi fyrir aðildarumsókn að sambandinu. Ekki nóg með að aðildarumsókn sé á stefnuskrá Samfylkingar, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar, heldur er einnig hópur Sjálfstæðismanna fylgjandi umsókn. Lýðræðislega er þetta sigur fyrir Evrópusinna sem vilja ESB-umsókn strax, hvað svo sem Steingrímur J. Sigfússon telur að sé rétt meðhöndlun ríkisstjórnar á vilja meirihluta Alþingis. Lýðræðissinnaði flokkurinn ætlar þó ekki að standa í vegi fyrir meirihlutanum af því hann er þeim ósammála? Það er ljóst að Evrópumálin verða Samfylkingu og Vinstri grænum erfið í ríkisstjórnarmyndun en að sama skapi verður nauðsynlegt að finna lausn á þeim vanda sem klýfur flokkana tvo; að finna millileið á milli þeirra sem segja já og þeirra sem segja nei. Millileiðin er ekki að segja kannski. Það er hægt að semja um lýðræðislega málsmeðferð, líkt og Vinstri græn hafa talað um alla kosningabaráttuna. Það er hægt að koma á fót miklum funda- og fræðsluherferðum um kosti og galla Evrópusambandsins. Það er hægt að halda lifandi þeirri miklu Evrópusambandsumræðu sem kviknaði á lokaspretti kosningabaráttunnar. Það er hægt að gera svo margt, bara svo lengi sem sótt er um aðild hið fyrsta. Það hlýtur að vera forgangsmál þessarar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Vinstri sveiflan á laugardag kom ekki á óvart, þó hún væri aðeins minni en spár gerðu ráð fyrir. Það sem einna helst kom á óvart var hve sterkur Framsóknarflokkurinn var þrátt fyrir allt. Sá flokkur klárlega sigraði skoðanakannanirnar, þó hann hafi ekki átt stærsta kosningasigurinn. Útreið Sjálfstæðisflokksins kom ekki heldur á óvart og strax í gærmorgun fóru þingmenn flokksins og stuðningsmenn að efast um stefnu hans í aðdraganda þessara kosninga, sérstaklega hvað varðar Evrópusambandið og evruna. Jafnvel Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, var á efasemdalínunni í gærmorgun. Það hlýtur að vera ómögulegt að vinna kosningar á stefnu sem frambjóðendur hafa ekki trú á. Hvar svo sem fólk staðsetur sig í stjórnmálum, þá er það söguleg stund að hægt sé að mynda hér tveggja flokka stjórn án atbeina Sjálfstæðisflokksins og að slík ríkisstjórn geti verið vinstri stjórn. Annar sigur sem unninn var á laugardag var jafnréttissigurinn. Aldrei áður hafa konur verið jafn margar á Alþingi, 43 prósent. Þessi jafnréttissigur er reyndar tengdur vinstri sigrinum, þar sem Samfylking og Vinstri græn hafa lagt frekari áherslur á fléttulista og jafna stöðu karla og kvenna á listum sínum. Enda er jafnt hlutfall kvenna og karla í þingflokki þeirra auk þingflokks Borgarahreyfingarinnar. Til að sigurinn verði varanlegur þarf að gæta að því að hlutfallið fari ekki aftur niður í um 30 prósent. Slíkt gerist með því að verja jafnréttið heima í flokkunum, í uppstillingunum á listum. Þennan sigur þarf einnig að verja með því að gæta að jafnrétti í skipan ráðherraembætta. Ef núverandi meirihluti heldur áfram samstarfi væri annað óverjandi. Þriðji sigurinn er sigur Evrópusambandssinna. Það er sögulegt að nú sé meirihluti á Alþingi fyrir aðildarumsókn að sambandinu. Ekki nóg með að aðildarumsókn sé á stefnuskrá Samfylkingar, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar, heldur er einnig hópur Sjálfstæðismanna fylgjandi umsókn. Lýðræðislega er þetta sigur fyrir Evrópusinna sem vilja ESB-umsókn strax, hvað svo sem Steingrímur J. Sigfússon telur að sé rétt meðhöndlun ríkisstjórnar á vilja meirihluta Alþingis. Lýðræðissinnaði flokkurinn ætlar þó ekki að standa í vegi fyrir meirihlutanum af því hann er þeim ósammála? Það er ljóst að Evrópumálin verða Samfylkingu og Vinstri grænum erfið í ríkisstjórnarmyndun en að sama skapi verður nauðsynlegt að finna lausn á þeim vanda sem klýfur flokkana tvo; að finna millileið á milli þeirra sem segja já og þeirra sem segja nei. Millileiðin er ekki að segja kannski. Það er hægt að semja um lýðræðislega málsmeðferð, líkt og Vinstri græn hafa talað um alla kosningabaráttuna. Það er hægt að koma á fót miklum funda- og fræðsluherferðum um kosti og galla Evrópusambandsins. Það er hægt að halda lifandi þeirri miklu Evrópusambandsumræðu sem kviknaði á lokaspretti kosningabaráttunnar. Það er hægt að gera svo margt, bara svo lengi sem sótt er um aðild hið fyrsta. Það hlýtur að vera forgangsmál þessarar ríkisstjórnar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun