Keflavík mætti maltneska liðinu Valletta ytra í dag en þetta var fyrri leikur liðanna í hinni nýstofnuðu Evrópudeild UEFA.
Keflavík átti aldrei möguleika í steikjandi hita á Möltu og tapaði, 3-0. Möguleikar Keflvíkinga á að komast áfram í keppninni eru því þverrandi.
Fram tekur einnig þátt í Evrópudeild UEFA í kvöld er liðið tekur á móti TNS frá Wales á Laugardalsvellinum.
Leikurinn hefst klukkan 19.00.