Tenniskapparnir Roger Federer og Andy Murrey, sem eru í efstu tveimur sætunum á styrkleikalista tennisspilara, mætast í undanúrslitum Cincinnati Masters-mótsins sem nú fer fram í Bandaríkjunum.
Svisslendingurinn Federer komst inn í undanúrslitin með sigri gegn Lleyton Hewitt í tveimur settum en Skotinn Murray komst þangað með sigri gegn Julien Benneteau þrátt fyrir að hafa tapað fyrsta settinu.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Spánverjinn Rafael Nadal og Serbinn Novak Djokovic en Nadal, sem var á toppi heimslistans fyrir skömmu, hefur verið að koma sterkur til baka eftir hnémeiðsli.