Rússneska stúlkan Yelena Isinbayeva bætti eigið heimsmet í stangarstökki innanhúss um helgina þegar hún vippaði sér yfir fimm metra slétta á móti í Donetsk í Úkraínu.
Sjálf átti hún eldra metið sem var 4,95 metrar og setti hún það á sama stað í fyrra. Isinbayeva á líka heimsmetið utanhúss, en það er 5,05 metrar og var sett á ÓL í Peking síðasta sumar.