Barrichello fyrstur, Ferrari og McLaren eflast 21. maí 2009 09:31 Rubens Barrichello var fljótastur allra á götum Mónakó í morgun. Mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Brawn var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun um Mónakó brautina. Barrichello varð 0.3 sekúndum fljótari en Felipe Massa á Ferrari. Nokkuð mikill munur var annars á fremstu bílunum á æfingunni. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton reyndist sannspár varðandi eigin möguleika í Mónakó, ef marka má fyrstu æfingu keppnisliða. Hann segir McLaren eiga góða möguleika í móti helgarinnar og hann náði þriðja besta tíma. Sól og gott veður er í Mónakó og ökumenn nýttu það til að þræða krókótta Mónakó brautina, sem er mjög erfitt viðfangsefni. Nokkrir ökumenn búa á staðnum og Nico Rosberg er einn þeirra. Hann náði fimmta besta tíma á Williams. Mark Webber á Red Bull hefur alltaf verið sprettharður á götum furstadæmisins en vélin bilaði hjá honum á æfingunni. Bæði Ferrari og McLaren virðast hafa náð betri tökum á bílum sínum og bæði liðin munu nota KERS kerfið í bílum sínum, sem gefur þeim 80 auka hestöfl. Það er helst hægt að nýta á ráskaflanum í Mónakó. Sýnt verður frá æfingunum í kvöld á Stöð 2 Sport. Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Brawn var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun um Mónakó brautina. Barrichello varð 0.3 sekúndum fljótari en Felipe Massa á Ferrari. Nokkuð mikill munur var annars á fremstu bílunum á æfingunni. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton reyndist sannspár varðandi eigin möguleika í Mónakó, ef marka má fyrstu æfingu keppnisliða. Hann segir McLaren eiga góða möguleika í móti helgarinnar og hann náði þriðja besta tíma. Sól og gott veður er í Mónakó og ökumenn nýttu það til að þræða krókótta Mónakó brautina, sem er mjög erfitt viðfangsefni. Nokkrir ökumenn búa á staðnum og Nico Rosberg er einn þeirra. Hann náði fimmta besta tíma á Williams. Mark Webber á Red Bull hefur alltaf verið sprettharður á götum furstadæmisins en vélin bilaði hjá honum á æfingunni. Bæði Ferrari og McLaren virðast hafa náð betri tökum á bílum sínum og bæði liðin munu nota KERS kerfið í bílum sínum, sem gefur þeim 80 auka hestöfl. Það er helst hægt að nýta á ráskaflanum í Mónakó. Sýnt verður frá æfingunum í kvöld á Stöð 2 Sport.
Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira