Tim Leiweke, stjórnarformaður LA Galaxy, hefur ítrekað að stórstjarnan David Beckham sé aðeins á förum á láni frá félaginu en ekki komi til greina að Beckham verði seldur.
„Við vitum að til þess að Beckham eigi möguleika á að komast í landsliðshóp Englands fyrir lokakeppnina í Suður-Afríku þá þarf hann að spila í Evrópu og því sýnum við því mikinn skilning að hann þurfi að fara eitthvert annað. Við munum hins vegar ekki selja hann, það er út úr myndinni.
Hann fer á láni frá janúar til júlí," segir Leiweke en fastlega er búist við því að Beckham fari til AC Milan líkt og hann gerði á síðasta tímabili.