Umfjöllun: Framarar í bikarúrslitin eftir 1-0 sigur á KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2009 15:00 Hjálmar Þórarinsson hefði getað komið Fram yfir í fyrri hálfleik. Mynd/Pjetur Framarar eru komnir í bikarúrslitaleikinn eftir 1-0 sigur á KR í undanúrslitaleik liðanna á Laugardalsvellinum í dag. Það var varamaðurinn Joseph Tillen sem tryggði Fram sigurinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Þetta var fjórtándi sigur Framara í röð í undanúrslitaleik í bikarnum en Safamýrarliðið tapaði síðast í undanúrslitaleik bikarsins árið 1971. Fram hefur aftur á móti ekki orðið bikarmeistari í tuttugu ár eða síðan að þeir unnu KR 3-1 í bikarúrslitaleiknum 1989. KR-ingar náðu ekki að sýna sinn besta leik á Laugardalsvellinum í dag en þeir voru búnir að vera á mikilli siglingu í deildinni og það bjuggust flestir við því að bikarmeistararnir kæmust í úrslitaleikinn. Framliðið er hinsvegar sýnd veiði en ekki gefin og sönnuðu það enn einu sinni í Laugardalnum í dag. Framarar sýndu mikla þolinmæði í þessum leik, þeir lágu aftarlega, gáfu fá færi á sér og beittu síðan hættulegum skyndisóknum. Þegar upp var staðið voru það Framarar sem áttu hættulegustu færi leiksins þrátt fyrir að vera miklu minna með boltann allan leikinn. KR-liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og hafði öll völd á vellinum fyrstu tuttugu mínúturnar. Þorvaldi Örlygssyni, þjálfari Fram, fór þá að hætta lítast á blikuna og kom að hliðarlínunni og kallaði skipanir til sinna manna. Þessi ráð þjálfarans virkuðu vel því Framliðið komst eftir þetta meira inn í leikinn. KR-liðið var samt miklu meira með boltann en tókst ekki oft að opna Framvörnina. Þegar KR-ingar komust inn á hættusvæðið voru skotin oftast slök ef þau þá komu yfir höfuð. Óskar Örn Hauksson reyndi mikið í upphafi leiks en annars hafa sóknarmenn KR-liðsins oft átt miklu betri dag. Sigurmark Joseph Tillen kom eftir skyndisókn þar sem Jón Guðni Fjóluson vann boltann á miðjunni og átti frábæra sendingu inn fyrir hægri bakvörð KR-inga og inn á Tillen sem afgreiddi boltann glæsilega í markið. Þetta var ekki fyrsta skyndisókn Framara í leiknum sem skapaði mikla hættu. Markið kom á 78. mínútu leiksins og í kjölfarið jókst KR-pressan nokkuð. Logi Ólafsson, þjálfari KR, beið með að skipta Guðmundi Benediktssyni inn á þar til að Framarar voru komnir yfir. Guðmundur var fljótur að leggja upp þrjú færi fyrir félaga sína en eins og áður í leiknum þá vantaði allt bit í sóknarmenn liðsins þegar þeir voru komnir í ákjósanleg skotfæri. Framarar fögnuðu sigrinum vel í leikslok enda mikil vinnusigur sterkrar liðsheildar að baki. Framörum tókst frábærlega að loka á eitt heitasta liðið í íslenskum fótbolta í dag. KR-liðið fann engin svör og fyrir vikið mun enginn bikar fara í Vesturbænum þetta sumarið. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni og hér má lesa lýsingu leiksins: Fram - KRFram-KR 1-0 1-0 Joseph Tillen (78.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1946 Dómari: Þorvaldur Árnason (8) Skot (á mark): 6-20 (3-4) Varin skot: Hannes 4 - Andre 2. Horn: 2-6 Aukaspyrnur fengnar: 11-7 Rangstöður: 0-1 Fram (4-1-3-2): Hannes Þór Halldórsson Daði Guðmundsson Auðun Helgason Kristján Hauksson Sam Tillen Ingvar Þór Ólason Heiðar Geir Júlíusson (62., Joseph Tillen) Jón Guðni Fjóluson Halldór Hermann Jónsson Hjálmar Þórarinsson (87., Paul McShane ) Almarr Ormarsson KR (4-3-3): Andre Hansen Ásgeir Örn Ólafsson Grétar Sigfinnur Sigurðarson Mark Rutgers Guðmundur Reynir Gunnarsson Bjarni Guðjónsson Baldur Sigurðsson Atli Jóhannsson Gunnar Örn Jónsson (80., Guðmundur Benediktsson) Björgólfur Takefusa óskar Örn Hauksson Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Framarar eru komnir í bikarúrslitaleikinn eftir 1-0 sigur á KR í undanúrslitaleik liðanna á Laugardalsvellinum í dag. Það var varamaðurinn Joseph Tillen sem tryggði Fram sigurinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Þetta var fjórtándi sigur Framara í röð í undanúrslitaleik í bikarnum en Safamýrarliðið tapaði síðast í undanúrslitaleik bikarsins árið 1971. Fram hefur aftur á móti ekki orðið bikarmeistari í tuttugu ár eða síðan að þeir unnu KR 3-1 í bikarúrslitaleiknum 1989. KR-ingar náðu ekki að sýna sinn besta leik á Laugardalsvellinum í dag en þeir voru búnir að vera á mikilli siglingu í deildinni og það bjuggust flestir við því að bikarmeistararnir kæmust í úrslitaleikinn. Framliðið er hinsvegar sýnd veiði en ekki gefin og sönnuðu það enn einu sinni í Laugardalnum í dag. Framarar sýndu mikla þolinmæði í þessum leik, þeir lágu aftarlega, gáfu fá færi á sér og beittu síðan hættulegum skyndisóknum. Þegar upp var staðið voru það Framarar sem áttu hættulegustu færi leiksins þrátt fyrir að vera miklu minna með boltann allan leikinn. KR-liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og hafði öll völd á vellinum fyrstu tuttugu mínúturnar. Þorvaldi Örlygssyni, þjálfari Fram, fór þá að hætta lítast á blikuna og kom að hliðarlínunni og kallaði skipanir til sinna manna. Þessi ráð þjálfarans virkuðu vel því Framliðið komst eftir þetta meira inn í leikinn. KR-liðið var samt miklu meira með boltann en tókst ekki oft að opna Framvörnina. Þegar KR-ingar komust inn á hættusvæðið voru skotin oftast slök ef þau þá komu yfir höfuð. Óskar Örn Hauksson reyndi mikið í upphafi leiks en annars hafa sóknarmenn KR-liðsins oft átt miklu betri dag. Sigurmark Joseph Tillen kom eftir skyndisókn þar sem Jón Guðni Fjóluson vann boltann á miðjunni og átti frábæra sendingu inn fyrir hægri bakvörð KR-inga og inn á Tillen sem afgreiddi boltann glæsilega í markið. Þetta var ekki fyrsta skyndisókn Framara í leiknum sem skapaði mikla hættu. Markið kom á 78. mínútu leiksins og í kjölfarið jókst KR-pressan nokkuð. Logi Ólafsson, þjálfari KR, beið með að skipta Guðmundi Benediktssyni inn á þar til að Framarar voru komnir yfir. Guðmundur var fljótur að leggja upp þrjú færi fyrir félaga sína en eins og áður í leiknum þá vantaði allt bit í sóknarmenn liðsins þegar þeir voru komnir í ákjósanleg skotfæri. Framarar fögnuðu sigrinum vel í leikslok enda mikil vinnusigur sterkrar liðsheildar að baki. Framörum tókst frábærlega að loka á eitt heitasta liðið í íslenskum fótbolta í dag. KR-liðið fann engin svör og fyrir vikið mun enginn bikar fara í Vesturbænum þetta sumarið. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni og hér má lesa lýsingu leiksins: Fram - KRFram-KR 1-0 1-0 Joseph Tillen (78.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1946 Dómari: Þorvaldur Árnason (8) Skot (á mark): 6-20 (3-4) Varin skot: Hannes 4 - Andre 2. Horn: 2-6 Aukaspyrnur fengnar: 11-7 Rangstöður: 0-1 Fram (4-1-3-2): Hannes Þór Halldórsson Daði Guðmundsson Auðun Helgason Kristján Hauksson Sam Tillen Ingvar Þór Ólason Heiðar Geir Júlíusson (62., Joseph Tillen) Jón Guðni Fjóluson Halldór Hermann Jónsson Hjálmar Þórarinsson (87., Paul McShane ) Almarr Ormarsson KR (4-3-3): Andre Hansen Ásgeir Örn Ólafsson Grétar Sigfinnur Sigurðarson Mark Rutgers Guðmundur Reynir Gunnarsson Bjarni Guðjónsson Baldur Sigurðsson Atli Jóhannsson Gunnar Örn Jónsson (80., Guðmundur Benediktsson) Björgólfur Takefusa óskar Örn Hauksson
Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira