Umfjöllun: Nánast fullkominn leikur hjá KR-ingum Ómar Þorgeirsson skrifar 16. júlí 2009 22:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Larissa voru meira með boltann framan af leik, án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri. KR-ingar voru skipulagðir varnarlega, börðust vel og gáfu ekki mörg færi á sér en náðu illa að koma boltanum í spil til þess að byggja upp hættulegar sóknir. Þegar líða tók á hálfleikinn óx KR-ingum hins vegar ásmegin og þeir voru frískari en gestirnir, en sem fyrr létu markfærin standa á sér. Helsta ógn KR-inga í fyrri hálfleik kom upp úr föstum leikatriðum en inn vildi boltinn ekki og staðan var marklaus í hálfleik. Það dró heldur betur til tíðinda á 55. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson átti góðan sprett upp hægri kantinn og sendi fyrir markið á Baldur Sigurðsson sem afgreiddi boltann í netið af stuttu færi. Frábært mark hjá KR-ingum sem voru með fín tök á leiknum þegar þarna var komið við sögu og forystan því verðskulduð. Eftir markið geisluðu KR-ingar af sjálfstrausti og baráttugleði og spiluðu eins þeir sem valdið höfðu og Grikkirnir áttu engin svör. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks voru KR-ingar nálægt því að bæta við marki en Björgólfur Takefusa rétt missti þá af fyrirgjöf Gunnars Arnar. Björgólfur var aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Grikkja en skot hans fór talsvert framhjá markinu. Allt er þegar þrennt er og í uppbótartíma brást Björgólfi ekki bogalistin þegar hann innsiglaði frækinn 2-0 sigur KR-inga með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Bjarna Guðjónssyni. Sigur KR-inga var verðskuldaður og þeir uppskáru eins og þeir sáðu gegn sterkum andstæðingi eftir gríðarlega baráttu og vinnusemi frá fyrsta flauti. Það má segja að leikskipulag KR-inga hafi gengið nánast fullkomlega upp því skot Grikkjanna fóru flest langt yfir mark KR og þau sem rötuðu á markið greip Stefán Logi Magnússon sem var öryggið uppmálað í leiknum. Annars var allt KR-liðið að standa fyrir sínu í leiknum og rúmlega það og úrslitin mikill sigur fyrir KR og íslenska knattspyrnu.Tölfræðin:KR - AE Larissa 2-0 (0-0) 1-0 Baldur Sigurðsson (55.) 2-0 Björgólfur Takefusa (90.+2.) KR-völlur, áhorfendur ???? Dómari: Tomasz Mikulski frá Póllandi Skot (á mark): 9-15 (6-4) Varin skot: Stefán Logi 4 - Seremet 4 Horn: 2-2 Aukaspyrnur fengnar: 17-16 Rangstöður: 2-3KR (4-5-1) Stefán Logi Magnússon Skúli Jón Friðgeirsson Grétar Sigfinnur Sigurðsson Mark Rutgers Jordao Diogo Gunnar Örn Jónsson (77., Guðmundur Reynir Gunnarsson) Bjarni Guðjónsson Jónas Guðni Sævarsson Baldur Sigurðsson Óskar Örn Hauksson (86., Gunnar Kristjánsson) Guðmundur Benediktsson (72., Björgólfur Takefusa)AE Larissa (4-3-3) Dino Seremet Theodoros Tripotseris Naim Aarab Nikos Dabizas Michail Boukouvalas Romeu Walter Iglesias (66., Dimitrios Balis) Nikolaos Vlasopoulos Salim Toama Athanasios Tsigkas Aleksandar Simic (81., Savyas Siatravanis) Íslenski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Sjá meira
Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Larissa voru meira með boltann framan af leik, án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri. KR-ingar voru skipulagðir varnarlega, börðust vel og gáfu ekki mörg færi á sér en náðu illa að koma boltanum í spil til þess að byggja upp hættulegar sóknir. Þegar líða tók á hálfleikinn óx KR-ingum hins vegar ásmegin og þeir voru frískari en gestirnir, en sem fyrr létu markfærin standa á sér. Helsta ógn KR-inga í fyrri hálfleik kom upp úr föstum leikatriðum en inn vildi boltinn ekki og staðan var marklaus í hálfleik. Það dró heldur betur til tíðinda á 55. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson átti góðan sprett upp hægri kantinn og sendi fyrir markið á Baldur Sigurðsson sem afgreiddi boltann í netið af stuttu færi. Frábært mark hjá KR-ingum sem voru með fín tök á leiknum þegar þarna var komið við sögu og forystan því verðskulduð. Eftir markið geisluðu KR-ingar af sjálfstrausti og baráttugleði og spiluðu eins þeir sem valdið höfðu og Grikkirnir áttu engin svör. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks voru KR-ingar nálægt því að bæta við marki en Björgólfur Takefusa rétt missti þá af fyrirgjöf Gunnars Arnar. Björgólfur var aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Grikkja en skot hans fór talsvert framhjá markinu. Allt er þegar þrennt er og í uppbótartíma brást Björgólfi ekki bogalistin þegar hann innsiglaði frækinn 2-0 sigur KR-inga með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Bjarna Guðjónssyni. Sigur KR-inga var verðskuldaður og þeir uppskáru eins og þeir sáðu gegn sterkum andstæðingi eftir gríðarlega baráttu og vinnusemi frá fyrsta flauti. Það má segja að leikskipulag KR-inga hafi gengið nánast fullkomlega upp því skot Grikkjanna fóru flest langt yfir mark KR og þau sem rötuðu á markið greip Stefán Logi Magnússon sem var öryggið uppmálað í leiknum. Annars var allt KR-liðið að standa fyrir sínu í leiknum og rúmlega það og úrslitin mikill sigur fyrir KR og íslenska knattspyrnu.Tölfræðin:KR - AE Larissa 2-0 (0-0) 1-0 Baldur Sigurðsson (55.) 2-0 Björgólfur Takefusa (90.+2.) KR-völlur, áhorfendur ???? Dómari: Tomasz Mikulski frá Póllandi Skot (á mark): 9-15 (6-4) Varin skot: Stefán Logi 4 - Seremet 4 Horn: 2-2 Aukaspyrnur fengnar: 17-16 Rangstöður: 2-3KR (4-5-1) Stefán Logi Magnússon Skúli Jón Friðgeirsson Grétar Sigfinnur Sigurðsson Mark Rutgers Jordao Diogo Gunnar Örn Jónsson (77., Guðmundur Reynir Gunnarsson) Bjarni Guðjónsson Jónas Guðni Sævarsson Baldur Sigurðsson Óskar Örn Hauksson (86., Gunnar Kristjánsson) Guðmundur Benediktsson (72., Björgólfur Takefusa)AE Larissa (4-3-3) Dino Seremet Theodoros Tripotseris Naim Aarab Nikos Dabizas Michail Boukouvalas Romeu Walter Iglesias (66., Dimitrios Balis) Nikolaos Vlasopoulos Salim Toama Athanasios Tsigkas Aleksandar Simic (81., Savyas Siatravanis)
Íslenski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Sjá meira