Peyton Manning, leikmaður Indianapolis Colts, hefur verið útnefndur besti leikmaður NFL-deildarinnar en úrslitakeppnin hófst í dag.
Þetta er í þriðja skipti sem Manning hlýtur þessa útnefningu og eru hann og Brett Favre þeir einu sem hafa hlotið útnefninguna svo oft.
Manning var með mikla yfirburði í kjörinu en hann hlaut 32 atkvæði. Næstu menn voru með fjögur - þeir Chad Pennington, leikstjórnandi Miami Dolphins og Michael Turner, leikmaður Atlanta Falcons.
Manning gekkst undir tvær aðgerðir á hné á undirbúningstímabilinu og Colts gekk fremur illa á fyrri hluta tímabilsins. Liðið vann aðeins þrjá af fyrstu sjö leikjum sínum en vann svo níu í röð og laumaði sér þar með inn í úrslitakeppnina.
Peyton Manning bestur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
