Blanc vill ná mun betri árangri í Meistaradeildinni Ómar Þorgeirsson skrifar 1. júní 2009 14:23 Fögnuður aðdáenda Bordeaux um helgina. Mynd/Nordicphotos/Getty Knattspyrnustjórinn Laurent Blanc hafði ríka ástæðu til þess að fagna um helgina þegar lið hans Bordeaux varð franskur meistari eftir frækinn endasprett þar sem félagið vann hvorki fleiri né færri en síðustu ellefu leiki sína í deildinni. Bordeaux vann þar með sinn sjötta deildartitil í sögu félagsins og batt jafnframt enda á sjö ára einokun Lyon að franska meistaratitlinum. Enginn efast um árangur hins 43 ára gamla Blanc en hann gerir sjálfur lítið úr eigin ágæti í viðtali við heimasíðu UEFA og eignar leikmönnum sínum mestan heiðurinn. Blanc er jafnframt strax farinn að leggja á ráðinn fyrir næstu leiktíð og vill að Bordeaux nái að festa sig betur í sessi í Meistaradeildinni. "Leikmennirnir eru eins og leikarar á sviði en þjálfararnir eru bara einhvers staðar baka til og geta ekki haft mikil áhrif á hvað er að gerast á sviðinu. Þjálfari er ekkert án góðra leikmanna. Ég bý að frábærum leikmannahópi hjá Bordeaux. Það væri ánægjulegt að geta náð talsvert lengra í Meistaradeildinni á næsta tímabili og það er stefnan," segir Blanc. Blanc getur glaðst yfir því að Yoann Gourcuff, sem valinn var leikmaður tímabilsins í Frakklandi, hefur gengið frá félagsskiptum sínum frá AC Milan til Bordeaux en hann var í láni hjá franska félaginu á nýafstaðinni leiktíð. Þá hefur framherjinn Marouane Chamakh einnig látið í ljós vilja sinn að vera áfram hjá félaginu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira
Knattspyrnustjórinn Laurent Blanc hafði ríka ástæðu til þess að fagna um helgina þegar lið hans Bordeaux varð franskur meistari eftir frækinn endasprett þar sem félagið vann hvorki fleiri né færri en síðustu ellefu leiki sína í deildinni. Bordeaux vann þar með sinn sjötta deildartitil í sögu félagsins og batt jafnframt enda á sjö ára einokun Lyon að franska meistaratitlinum. Enginn efast um árangur hins 43 ára gamla Blanc en hann gerir sjálfur lítið úr eigin ágæti í viðtali við heimasíðu UEFA og eignar leikmönnum sínum mestan heiðurinn. Blanc er jafnframt strax farinn að leggja á ráðinn fyrir næstu leiktíð og vill að Bordeaux nái að festa sig betur í sessi í Meistaradeildinni. "Leikmennirnir eru eins og leikarar á sviði en þjálfararnir eru bara einhvers staðar baka til og geta ekki haft mikil áhrif á hvað er að gerast á sviðinu. Þjálfari er ekkert án góðra leikmanna. Ég bý að frábærum leikmannahópi hjá Bordeaux. Það væri ánægjulegt að geta náð talsvert lengra í Meistaradeildinni á næsta tímabili og það er stefnan," segir Blanc. Blanc getur glaðst yfir því að Yoann Gourcuff, sem valinn var leikmaður tímabilsins í Frakklandi, hefur gengið frá félagsskiptum sínum frá AC Milan til Bordeaux en hann var í láni hjá franska félaginu á nýafstaðinni leiktíð. Þá hefur framherjinn Marouane Chamakh einnig látið í ljós vilja sinn að vera áfram hjá félaginu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira