Umfjöllun: Akureyri marði þéttvaxið lið Gróttu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2009 22:28 Jón Karl Björnsson á ferðinni í kvöld. Mynd/Valli Akureyri nældi í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld er liðið marði Gróttu á Seltjarnarnesi með minnsta mun, 21-22. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hart var barist og leikurinn spennandi allt til enda. Ofanritaður gagnrýndi lið HK hér á dögunum fyrir að mæta til leiks í lélegu formi. Í samanburði við nokkra leikmenn Gróttu eru þéttustu leikmenn HK eins og Magnús Bess. Það er ótrúlegt að sjá hvernig sumir leikmanna Gróttu mæta til leiks. Þeir eru ekki bara þéttir heldur hreint og beint feitir. Gróttuliðið í ár er feitasta lið sem ég hef séð spila í efstu deild í handbolta frá upphafi. Þó svo ákveðnir leikmenn Gróttu líti ekki út fyrir að nenna að æfa þá nenna þeir svo sannarlega að berjast. Þeir börðust eins og grenjandi ljón í allt kvöld en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lengi vel voru þeir í góðri stöðu en klaufamistök á síðasta korteri leiksins kostaði þá sigurinn. Hörður Flóki Ólafsson datt þá í gang í marki Akureyrar og sá til þess að þeir náðu yfirhöndinni. Litlu munaði á liðunum lengstum en Grótta með forystuna. Akureyri komst yfir 16-17 en það var í fyrsta skiptið sem liðið komst yfir síðan í stöðunni 0-1. Mikil dramatík var á lokamínútum leiksins og benti margt til þess að leiknum myndi lykta með jafntefli. Gróttumenn voru þó ótrúlegir klaufar í síðustu sókn sinni og köstuðu frá sér boltanum áður en þeir komust í sókn. Akureyringar fögnuðu gríðarlega enda fyrsti sigur þeirra í vetur og það þó svo þeir hafi ekki leikið vel. Atli Rúnar átti stórleik í liði Gróttu og Gísli varði vel í markinu. Anton byrjaði vel en síðan fjaraði undan hans leik. Sökum lélegs forms leikmanna Gróttu varð Halldór þjálfari að skipta mikið. Miklar skiptingar breyttu litlu enda fáir að finna sig. Akureyringar geta þakkað Heimi Erni og Herði Flóka sigurinn. Heimir dró vagninn algjörlega í fyrri hálfleik þegar markvarslan var engin og Grótta að spila ágætlega. Flóki lokaði svo markinu um tíma í síðari hálfleik og það dugði til. Grótta-Akureyri 21-22 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 7 (7), Hjalti Þór Pálmason 5 (13), Anton Rúnarsson 3/1 (7/2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (5/1), Páll Þórólfsson 1 (2), Halldór Ingólfsson 1 (1), Arnar Freyr Theodórsson 1 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2).Varin skot: Gísli Guðmundsson 14/2 (36/4) 39%.Hraðaupphlaup: 3 (Páll, Finnur, Anton).Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Anton).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyri (skot): Heimir Örn Árnason 7 (11), Jónatan Magnússon 4/2 (5/2), Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 (5), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Oddur Grétarsson 2 (6/2), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 10/1 (20/1) 50%, Hafþór Einarsson 3/1 (14/2) 21%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 2, Heiðar 2, Guðlaugur, Hreinn).Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Hörður 2).Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, þokkalegir. Olís-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Akureyri nældi í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld er liðið marði Gróttu á Seltjarnarnesi með minnsta mun, 21-22. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hart var barist og leikurinn spennandi allt til enda. Ofanritaður gagnrýndi lið HK hér á dögunum fyrir að mæta til leiks í lélegu formi. Í samanburði við nokkra leikmenn Gróttu eru þéttustu leikmenn HK eins og Magnús Bess. Það er ótrúlegt að sjá hvernig sumir leikmanna Gróttu mæta til leiks. Þeir eru ekki bara þéttir heldur hreint og beint feitir. Gróttuliðið í ár er feitasta lið sem ég hef séð spila í efstu deild í handbolta frá upphafi. Þó svo ákveðnir leikmenn Gróttu líti ekki út fyrir að nenna að æfa þá nenna þeir svo sannarlega að berjast. Þeir börðust eins og grenjandi ljón í allt kvöld en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lengi vel voru þeir í góðri stöðu en klaufamistök á síðasta korteri leiksins kostaði þá sigurinn. Hörður Flóki Ólafsson datt þá í gang í marki Akureyrar og sá til þess að þeir náðu yfirhöndinni. Litlu munaði á liðunum lengstum en Grótta með forystuna. Akureyri komst yfir 16-17 en það var í fyrsta skiptið sem liðið komst yfir síðan í stöðunni 0-1. Mikil dramatík var á lokamínútum leiksins og benti margt til þess að leiknum myndi lykta með jafntefli. Gróttumenn voru þó ótrúlegir klaufar í síðustu sókn sinni og köstuðu frá sér boltanum áður en þeir komust í sókn. Akureyringar fögnuðu gríðarlega enda fyrsti sigur þeirra í vetur og það þó svo þeir hafi ekki leikið vel. Atli Rúnar átti stórleik í liði Gróttu og Gísli varði vel í markinu. Anton byrjaði vel en síðan fjaraði undan hans leik. Sökum lélegs forms leikmanna Gróttu varð Halldór þjálfari að skipta mikið. Miklar skiptingar breyttu litlu enda fáir að finna sig. Akureyringar geta þakkað Heimi Erni og Herði Flóka sigurinn. Heimir dró vagninn algjörlega í fyrri hálfleik þegar markvarslan var engin og Grótta að spila ágætlega. Flóki lokaði svo markinu um tíma í síðari hálfleik og það dugði til. Grótta-Akureyri 21-22 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 7 (7), Hjalti Þór Pálmason 5 (13), Anton Rúnarsson 3/1 (7/2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (5/1), Páll Þórólfsson 1 (2), Halldór Ingólfsson 1 (1), Arnar Freyr Theodórsson 1 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2).Varin skot: Gísli Guðmundsson 14/2 (36/4) 39%.Hraðaupphlaup: 3 (Páll, Finnur, Anton).Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Anton).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyri (skot): Heimir Örn Árnason 7 (11), Jónatan Magnússon 4/2 (5/2), Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 (5), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Oddur Grétarsson 2 (6/2), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 10/1 (20/1) 50%, Hafþór Einarsson 3/1 (14/2) 21%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 2, Heiðar 2, Guðlaugur, Hreinn).Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Hörður 2).Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, þokkalegir.
Olís-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira