Umfjöllun: Akureyri marði þéttvaxið lið Gróttu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2009 22:28 Jón Karl Björnsson á ferðinni í kvöld. Mynd/Valli Akureyri nældi í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld er liðið marði Gróttu á Seltjarnarnesi með minnsta mun, 21-22. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hart var barist og leikurinn spennandi allt til enda. Ofanritaður gagnrýndi lið HK hér á dögunum fyrir að mæta til leiks í lélegu formi. Í samanburði við nokkra leikmenn Gróttu eru þéttustu leikmenn HK eins og Magnús Bess. Það er ótrúlegt að sjá hvernig sumir leikmanna Gróttu mæta til leiks. Þeir eru ekki bara þéttir heldur hreint og beint feitir. Gróttuliðið í ár er feitasta lið sem ég hef séð spila í efstu deild í handbolta frá upphafi. Þó svo ákveðnir leikmenn Gróttu líti ekki út fyrir að nenna að æfa þá nenna þeir svo sannarlega að berjast. Þeir börðust eins og grenjandi ljón í allt kvöld en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lengi vel voru þeir í góðri stöðu en klaufamistök á síðasta korteri leiksins kostaði þá sigurinn. Hörður Flóki Ólafsson datt þá í gang í marki Akureyrar og sá til þess að þeir náðu yfirhöndinni. Litlu munaði á liðunum lengstum en Grótta með forystuna. Akureyri komst yfir 16-17 en það var í fyrsta skiptið sem liðið komst yfir síðan í stöðunni 0-1. Mikil dramatík var á lokamínútum leiksins og benti margt til þess að leiknum myndi lykta með jafntefli. Gróttumenn voru þó ótrúlegir klaufar í síðustu sókn sinni og köstuðu frá sér boltanum áður en þeir komust í sókn. Akureyringar fögnuðu gríðarlega enda fyrsti sigur þeirra í vetur og það þó svo þeir hafi ekki leikið vel. Atli Rúnar átti stórleik í liði Gróttu og Gísli varði vel í markinu. Anton byrjaði vel en síðan fjaraði undan hans leik. Sökum lélegs forms leikmanna Gróttu varð Halldór þjálfari að skipta mikið. Miklar skiptingar breyttu litlu enda fáir að finna sig. Akureyringar geta þakkað Heimi Erni og Herði Flóka sigurinn. Heimir dró vagninn algjörlega í fyrri hálfleik þegar markvarslan var engin og Grótta að spila ágætlega. Flóki lokaði svo markinu um tíma í síðari hálfleik og það dugði til. Grótta-Akureyri 21-22 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 7 (7), Hjalti Þór Pálmason 5 (13), Anton Rúnarsson 3/1 (7/2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (5/1), Páll Þórólfsson 1 (2), Halldór Ingólfsson 1 (1), Arnar Freyr Theodórsson 1 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2).Varin skot: Gísli Guðmundsson 14/2 (36/4) 39%.Hraðaupphlaup: 3 (Páll, Finnur, Anton).Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Anton).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyri (skot): Heimir Örn Árnason 7 (11), Jónatan Magnússon 4/2 (5/2), Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 (5), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Oddur Grétarsson 2 (6/2), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 10/1 (20/1) 50%, Hafþór Einarsson 3/1 (14/2) 21%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 2, Heiðar 2, Guðlaugur, Hreinn).Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Hörður 2).Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, þokkalegir. Olís-deild karla Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Akureyri nældi í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld er liðið marði Gróttu á Seltjarnarnesi með minnsta mun, 21-22. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hart var barist og leikurinn spennandi allt til enda. Ofanritaður gagnrýndi lið HK hér á dögunum fyrir að mæta til leiks í lélegu formi. Í samanburði við nokkra leikmenn Gróttu eru þéttustu leikmenn HK eins og Magnús Bess. Það er ótrúlegt að sjá hvernig sumir leikmanna Gróttu mæta til leiks. Þeir eru ekki bara þéttir heldur hreint og beint feitir. Gróttuliðið í ár er feitasta lið sem ég hef séð spila í efstu deild í handbolta frá upphafi. Þó svo ákveðnir leikmenn Gróttu líti ekki út fyrir að nenna að æfa þá nenna þeir svo sannarlega að berjast. Þeir börðust eins og grenjandi ljón í allt kvöld en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lengi vel voru þeir í góðri stöðu en klaufamistök á síðasta korteri leiksins kostaði þá sigurinn. Hörður Flóki Ólafsson datt þá í gang í marki Akureyrar og sá til þess að þeir náðu yfirhöndinni. Litlu munaði á liðunum lengstum en Grótta með forystuna. Akureyri komst yfir 16-17 en það var í fyrsta skiptið sem liðið komst yfir síðan í stöðunni 0-1. Mikil dramatík var á lokamínútum leiksins og benti margt til þess að leiknum myndi lykta með jafntefli. Gróttumenn voru þó ótrúlegir klaufar í síðustu sókn sinni og köstuðu frá sér boltanum áður en þeir komust í sókn. Akureyringar fögnuðu gríðarlega enda fyrsti sigur þeirra í vetur og það þó svo þeir hafi ekki leikið vel. Atli Rúnar átti stórleik í liði Gróttu og Gísli varði vel í markinu. Anton byrjaði vel en síðan fjaraði undan hans leik. Sökum lélegs forms leikmanna Gróttu varð Halldór þjálfari að skipta mikið. Miklar skiptingar breyttu litlu enda fáir að finna sig. Akureyringar geta þakkað Heimi Erni og Herði Flóka sigurinn. Heimir dró vagninn algjörlega í fyrri hálfleik þegar markvarslan var engin og Grótta að spila ágætlega. Flóki lokaði svo markinu um tíma í síðari hálfleik og það dugði til. Grótta-Akureyri 21-22 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 7 (7), Hjalti Þór Pálmason 5 (13), Anton Rúnarsson 3/1 (7/2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (5/1), Páll Þórólfsson 1 (2), Halldór Ingólfsson 1 (1), Arnar Freyr Theodórsson 1 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2).Varin skot: Gísli Guðmundsson 14/2 (36/4) 39%.Hraðaupphlaup: 3 (Páll, Finnur, Anton).Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Anton).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyri (skot): Heimir Örn Árnason 7 (11), Jónatan Magnússon 4/2 (5/2), Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 (5), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Oddur Grétarsson 2 (6/2), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 10/1 (20/1) 50%, Hafþór Einarsson 3/1 (14/2) 21%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 2, Heiðar 2, Guðlaugur, Hreinn).Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Hörður 2).Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, þokkalegir.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira