Diego Milito skoraði sín fyrstu mörk í búningi Inter í kvöld þegar liðið vann granna sína í AC Milan 2-0 í leik sem er hluti af æfingamóti í Bandaríkjunum.
Þessi úrslit gera það að verkum að Inter hafnar í þriðja sæti á þessu æfingamóti, World Football Challenge. Chelsea og Club America eru í þessum skrifuðu orðum að leika til úrslita á mótinu. AC Milan hafnar í neðsta sæti eftir þrjá tapleiki.
Argentínumaðurinn Milito gekk til liðs við Inter frá Genoa í sumar. Zeljko Kalac sem stóð í marki AC Milan í kvöld vill væntanlega gleyma þessum leik sem fyrst enda átti hann arfadapra frammistöðu.